Færsluflokkur: Bloggar

Fréttatilkynning

Hópurinn "Gíraffana heim" boðar til samsætis dýrelskra mannvina.  Gengið verður fylktu liði manna og ferfætlinga frá Lækjartorgi að Húsdýragarðinum í Laugardal aðfaranótt nk. sunnudags.  Gangan hefst kl. 03:00 stundvíslega og nær hámarki er dýrunum verður brynnt árla morguns.  Er það óvenju tilkomumikil sjón.  Árni Matthiesen dýralæknir mun kyngreina dýrin og flugfreyjukórinn syngja afrísk ættjarðarlög til heiðurs okkar nýju ástkæru sonum og dætrum.  Heitt verður á könnunni og kalt á Körmit.  Mama Masai miðlar af áralangri reynslu sinni af  uppeldi og aðbúnaði gírafa í tjaldi sínu. Bóndinn á Kjaranstöðum og Totti stíga léttan dans til styrktar málefninu.  Hafmeyjan tekur á móti smávöxnum gíröfum til ættleiðingar.  Mætum öll prúðbúin að afrískum sið með dýrin okkar stór og smá og gleðjumst yfir fegurð sköpunarverksins.

 

Nánari upplýsingar fást á heimasíðu félagsins,  www.welovegiraffs.is

 Stjórnin


Öllum góðum sögum fylgir endir - við fórum varlega en þó djarflega

WinkEndirinn á ferðinni okkar er tregablandinn. Frábær ferð að baki en þó mikil tilhlökkun sem fylgir því að hitta ástvini, vini og vandamenn innan skamms. Eitt og annað höfum við lært á för okkar um álfuna Afríku. Við höfum sigrast á smávegis utanaðkomandi vandamálum en ekkert sem orð er á gerandi.  Við höfum vaxið sem einstaklingar á því að takast á við hluti og sjá aðstæður sem okkur eru framandi.  Álfan hefur upp á ótal margt að bjóða. Náttúrufegurðin er ólýsanleg og dýraríkið að sjálfsögðu líka.  Menningin er okkur framandi og sumt skiljum við ekki en það að sjá ólíka lífshætti gerir okkur ríkari.  Það kæmi okkur ekki á óvart þótt að við ættum öll eftir að stíga fæti í álfuna aftur og það innan skamms tíma.  Þessi nána samvera hefur fært okkur nær hvort öðru og kennt okkur eitt og annað. Ef við ættum að taka það saman sem við höfum lært á þessu ferðalagi þá getum við til dæmis nefnt eftirfarandi: 

·        Leiðangursstjóri er ekki sama og leiðindastjóri

·        Ekkert hótelherbergi er svo lítið að ekki sé hægt að dansa í því (rúmin tekin með)

·        “Allur er varin góður” og því best að spreyja á sig móskítoeitrinu sagði nunnan og setti öryggið á broddinn

·        Engin er verri þótt hann vökni nema hann drukkni og á þetta sérstaklega við um safarí

·        Betri er ein skjaldbaka á vegi en tveir gíraffar í skógi

·        Engin bíll er svo lítill að ekki sé hægt að fara á ljónaveiðar

·        Hláturinn lengir lífið...og við verðum ölll hundrað ára

·        Grettir er ekki til í Afríku..ætlum að leita í Alaska næst..tökum svo stafrófið þangað til hann finnst

·        Það er ekkert sem er góðum flugvirkja ómögulegt...

·        Betri er seigur úlfaldi en samloka í Zimbabwe

·        “Sést tár á hvarmi?” – þurrkaðu það þá af

·        “Allir dansa kónga”verður aldrei samt án leiðangurSStjórans

·        “þú komst við hjartað í mér” á svo sannarlega við um afríku

Þökkum ykkur fyrir að fylgjast með ferðalaginu okkar.  Sjáumst síðarWinkWink

Bestu kveðjur frá Totta, Jóakim, Hafmeyjunni, Mama Masaí, Skottstýrunni, Danskennaranum, Drangeyjardrottningunni, Brauðkörfudrengnum, Höfrungnum og Halta Pétri.

Love you all!!!


Fljúgandi magadansmeyjar - lokasporið

Samkvæmt venju tókum við daginn snemma og héldum áfram stóra eggjakökugæðaeftirlitinu...  Framundan var sunnudagurinn langi og sá síðasti með farþegunum.  Vel gekk að komast út á flugvöll þar sem við tók skriffinnskan ógurlega.  Enn notast þeir Marokkómenn við kalkipappír, þennan sem við munum svo vel eftir frá því "í þá gömlu góðu".  Leiðangursstjóranum var svo ofboðið að hann setti í fyrsta sinn í ferðinni í brúnirnar og viti menn!  Sjálfur yfirlögreglustjórinn mætti á svæðið og leiddi okkur á mettíma í gegnum vopnaleit og tilheyrandi.  Ekki var laust við að yfirvaldið á staðnum kiknaði í hnjáliðunum þegar íslenska tröllið byrsti sig.  Hinn venjubundni undirbúningur í vélinni gekk vel.  Farþegarnir mættu ofurspenntir um borð, hlökkuðu mikið til að sjá búningaval dagsins.  Þeim til mikillar undrunar og örlítilla vonbrigða höfðum við ákveðið að velja áður notaða búninga úr búningaherbergi FI-1446.  Eftir fyrri matarþjónustu sem fram fór í þónokkrum hristingi þar sem Haddi "nuddaði toppana" fengu flestir farþegarnir sér fegurðarblund.   Á meðan lokuðu Bakkasystur sig inni í fremra eldhúsi og klæddust glænýjum búningum.  Merkilegt hvað fjórar flugfreyjur og einn flugmaður geta skipt um föt og hlegið hljóðlega í tæplega 2fm. rými.  Engar gaggandi flughænur þar á ferð...

 

Nú tók leiðangurSStjórinn sig til og vakti fólkið með sinni hljómfögru leiðarlýsingu.  Græjurnar voru settar á fullt og inn í farþegarýmið dönsuðu arabískar dansmeyjar með íturvaxnasta flugmann ferðarinnar í broddi fylkingar.  Eftir að hafa liðast aftur eftir vélinni stilltum við okkur upp á "stöð 2" þar sem við sungum "Þú komst við hjartað í mér" með hjálp Halla höfrungs.  Ægilega "lekkert" og áberandi vel æft...  Að lokum sungu ABBA fyrir okkur um dansandi drottninguna, farþegarnir þustu úr sætunum og allir dönsuðu í kónga stíla fram og aftur ganginn. Það er vel hægt að hreyfa alla útlimi þótt þröngt sé.

IMG_1055

 Bakkasystur voru leystar út með gjöfum af mörgum farþeganna, orðnar ansi hlaðnar af marókosku skarti!Lentum klukkan þrjú að staðartíma í New York.   "NY is the only city-city" sagði Tuman Capote.

Kveðjustund var átakmikil og sáust víða tár á "börmum".  Þau bókstaflega flæddu þegar Ana María knúsaði okkur hágrátandi og sagðist elska okkur. Flóðið hófst hjá Auði skottstýru, Kara dansmær þvoldi ekki álgið og tárin hrundu.  Mama Masai löngum verið grenjuskjóða bættist í hóp hinna grátandi en Tobba Drangeyjardrottning hélt aftur af sér!

 Í rútunni var pappaglösum lift - frábær ferð á enda og við öll sem eitt reynslunni ríkari og afar þakklát fyrir að hafa fengið að njóta ævintýrisins og náð að færa okkar góðu gesti/vini heila heim.   Þegar hér var komið sögu vorum við öll komin á sjálfshátíð allra tíma og skelltum okkur því á veitingastað hinna frægu og ríku, NOBU um kvöldið.  Borðuðum frábæran mat og nutum samverunnar sem endranær.  Hver veit hvert spor okkar liggja næst, við vitum hins vegar að "Vegir liggja til allra átta".  Insallah... !

The great chef Paul Bocuse once announced “there are only three cuisines in the world: French, Chinese and Moroccan”

Byrjuðum daginn á að bakkasystur fóru á markaðinn á meðan karlpeningurinn gyllti sig laugina.  Verða jú að vera sætir þessar elskur þegar þeir koma heim... Við gerðum að sjálfsögðu stórkostleg kaup og eignuðust heilmikið af bráðnauðsynlegum hlutum.  Þar sem prútt og prettir eru orðin okkur svo eðlislæg höfum við nokkrar áhyggjur af því hvernig við munum haga okkur þegar heim verður komið og við þurfum að fara að borga uppsett verð í Hagkaup!  Bakkasystur og kokkarnir fóru svo í Hammam í sápu og skrúbb og verðum við því ekki síður fínar en drengirnir þegar heim kemur.  Um kvöldið var aftur haldið á markaðstorgið og voru drengirnir nú dregnir með...engin undankomuleið.  Kaupin á eyrinu gengju nú mjög greiðlega fyrir sig þar sem við vorum nú orðnar þekktar á svæðinu og strákarnir nutu góðs af því.  Torgið úði og grúði af lífi, slöngutemjarar, hljóðfæraleikarar, kryddsölumenn, tamdir apar og alls kyns matsölumenn.  Vá....þvílíkt hringleikahús.

P1020575

Truman Capote advised “Before you go to Marrakech, make sure you say goodbye to all your friends and draw your savings from the bank”

Höfuðborg: RabatMiðstöð verslunar og iðnaðar er í aðal hafnarborg landsins,  Casablanca sem jafnframt er stærsta borg  Marokkó.  Torfært fjalllendi Marokko hefur verið helsta vörn landsmanna í aldanna rás og fáir reynt innrás í landið þar til á 20. öld. Franskra og spænskra áhrifa gætir í Marókkóskri menningu, en þó er stærstur hluti íbúa landsins blanda af Afríkumönnum, Aröbum og Íberum.  Hófum daginn á skoðunarferð um gamla bæinn með Abdul vini okkar.  Hann kynnti okkur fyrir sögu borgarinnar sem spannar langt aftur.  Eins og víða annarsstaðar bjó fólk hér í höllum mörgum öldum áður en við skriðum út úr torfkofunum okkar heima á fróni. Borginni er skipt upp í ca 380 hverfi sem hvert um sig hefur tvær moskur, eitt sameiginlegt bakarí (þú kemur með deigið og bakar sjálfur) og Hammam (baðstofa).  Við skoðuðum elsta háskóla borgarinnar og svo að sjálfsögðu iðandi mannlífið. Göturnar eru þröngar og iða af umferð mótorhjóla, reiðshjóla, asna og gangandi fólks.  Viðskipti í hverju horni og litagleðin mikil.  Fórum að hitta góðlega og glaðlega frændann í teppabúðinni. Fengum mintute með sykri en hann varð ekki ríkur af þessari heimsókn.  Skipti frændi snögglega um svip þegar honum varð ljóst að ekkert yrði verslað.  Fengum kynningu á hinum ýmsustu lækningajurtum, smyrslum, kremum og kryddi. Hafði Halli á orði að fyrst allar þessar lækningajurtir væru til væri ótrúlegt að einhver væri veikur í veröldinni. Vitum nú hvernig við eigum að bregðast við hinum ýmsustu kvillum allt frá gyllinæð til ........ 

 

IMG_2418
  Um kvöldið fórum við á Marokkóskan veitingastað sem Björg var búin að finna í bókinni góðu “Thousand places you have to see before you die”.  Tókum reyndar létta leikfimi hjá leiðangurSStjóranum fyrst þar sem hann leiddi okkur um herbergið í kónga. Okkur leist ekkert á blikuna þegar við þræddum þröng stræti gangandi í fylgd araba í miður huggulegu hverfi.  Gaf okkur þó öryggistilfinningu að Siggi Bond var með í för og var með sólgleraugun með földu loftskeytunum og úrið sem breytist í hríðskotabyssu þegar þrýst er á réttan stað. Í stuttu máli má segja að við höfum dottið inn í eina af sögunum úr 1001 nótt þegar við komum inn á staðinn.  Veitingastaðurinn var í gamalli höll og mjög marokkóskur í alla staði.  Frábært kvöld.

P1010935

Shalam!

IMG_1044
 

Flugið frá Bamakó til Marrakech gekk mjög vel.  Áhöfnin var í afrískum búningum, strákarnir í síðum skærlitum serkjum og stelpurnar i vöfðu pilsi, skyrtu og með skúringaklúta um höfuðið.  Allt í skærum litum og fallega útsaumað.  Vöktu búningarnir mikla lukku og höfðu sumir farþegarnir á orði að þetta væru flottustu búningarnir hingað til.  Fyrir flugtak gerðist það reyndar að tveir eyðimerkurblámenn vafðir klútum svo ekkert sást nema augun rændu Köru og báru hana öskrandi og sparkandi út úr vélinni.  Þegar betur var að gáð reyndust þetta vera fararstjórarnir, þeir David og John, og vakti þetta mikla kátínu hjá farþegunum okkar og Köru okkar var sem betur fer skilað fljótlega. 

IMG_0126

Flugum yfir endanlausar sandöldur þangað til komið var að Atlas fjallgarðinum, sem skartaði sínu fegursta.  Sum okkar voru að koma í fyrsta sinn til arabalands og sýnist sitt hverjum um menningu þessa ágæta fólks.  Okkur grunar reyndar að Siggi og Björg hafi verið arabísk hjón í fyrra lífi nema Björg hafi verið karlinn og Siggi konan þar sem Björg elskar þennan arabaheim en Siggi er á öndverðri skoðun.  Skriðum á hótel eftir langan dag sem hafði byrjað á markaðsferð í Bamako um morguninn, um hálf tíu.  Kvöldið endaði snemma hjá öllum reyndar mismunandi hvort það var snemma kvölds eða snemma morguns.

Bamako – I decided to be happy...because it is good for my health (Voltier)

Allir mættir í morgunmat um 0830.  Markaðurinn beið okkar sem og að úthluta skóladóti sem Kaupþing gaf okkur til þurfandi.  Þar sem við höfðum takmarkaðan tíma var ákveðið að konurnar í hópnum “bakkasystur” væru þær einu sem gætu klárað “mission impossible” innan tímamarka. 

 Fyrst var skundað á markað og bakkaskraut og búningar tíndir til.  Verðið var ósvífið en við erum orðnar ótrúlegar í að prútta og pretta og fengum því allt sem við vildum á okkar verði. Einlægur brotavilji... Kaupþingshúfum var úthlutað á heimilislausa drengi á markaðnum og vakti það mikla lukku, reyndar svo mikla að gámur hefði varla dugað en betra er eitthvað en ekkert.   

IMG_2371

Að þessu loknu fórum við í skóla í einu af fátækrahverfum borgarinnar með gjafirnar frá Kaupþingi.  Var okkur mjög vel tekið af skólstjóra og skólastýru þegar ljóst var í hvaða erindagjörðum við vorum.  Eiga Kaupþing og ekki síst Kata sys heiður skilið fyrir framtakið.  Mikil gleði ríkti þegar tekið var upp úr sekknum stóra sem fylgt hefur okkur um Afríku.  Við afhentum skóladótið og fengum svo að fara inn í bekk til að sjá skólastarfið.  Bekkurinn samanstóð af 94 átta til níu ára börnum.  Þau sungu fyrir okkur og var ekki laust við að “tár sæist á hvarmi hjá okkur valkyrjunum”.  Við tókum myndir og voru  börnin hissa á þessum svörtu tækjum sem beint var að þeim.  Ekki minnkaði forvitnin þegar við sýndum þeim myndina sem birtist af þeim á skjánum...ótrúleg þessi tækni.  Börnin hennar Lindu (Birna og Húni) höfðu fyllt poka af dóti handa börnunum í Afríku.  Því dreifðum við fyrir utan skólann til fátækra barna og vakti það mikla lukku. 

Ekki er laust við að blendnar tilfinngar hafi bærst með okkur þegar við keyrðum í leigubílnum frá skólanum til fimm stjörnu hótelsins okkar. Þarna mættust tveir ólíkir heimar.

P1020500  

Komum á hótel fjörutíu mínutum fyrir brottför og er ótrúlegt hvað hægt er að sturta sig og sparsla á stuttum tíma.  Keyrðum út á flugvöll í þessum bakarofni, hitastigið 37C og munur á hita og daggarmarki 39C.  Það þýðir á mannamáli mikið eyðumerkurloftslag. 

Farþegarnir skiluðu sér aðeins of seint með flugi frá Timbuktu.  Þeir höfðu nú á orði að þeir söknuðu Icelandair lendinganna.....vitum ekki alveg hvað þeir meintu en túlkum þetta okkur í hag. Flugið gekk vel.  Stanslaus sigurganga... 

Mali er sjöunda stærsta land Afríku, rúmir 1.240.000 km2 að stærð, en þó eitt af  10 fátækustu ríkjum veraldar.  Næstu grannar eru m.a. Alsír, Nígería, Burkina Faso og Senegal.Íbúafjöldi: 12.000.000Höfuðborg: Bamako

Fiskveiðar eru algengar í Mali í ánni Niger þar sem landið liggur ekki að sjó. Þar hefur þó fundist gull, uranium og salt. 

IMG_2400

Eins og englarnir flugum við frá Victoria Falls til Bamako - "geislabaugarnir tíu"

Brottför frá Victoria Falls var mjög hefðbundin á afríkanska vísu, þ.e. nokkur ljón á veginum en ekkert þeirra bannvænt eða óyfirstíganlegt. Með samstilltu átaki áhafnarinnar voru vandamálin leyst hvert af öðru og var brottför 20 mínútum á undan áætlun.

Flugtíminn til Bamako var 6 klst og 20 mínútur, nóg að gera á leiðinni og náðum við að lenda 30 mínútum á undan áætlun.  Fyrir Afrikubúana var þetta full mikil breyting á áætlun og þurftu því farþegarnir að bíða eftir rútunum sem flytja áttu þá milli vélar og flugstöðvar sem því nam.  Enn og aftur hófst fyrirmyndar samvinna allra í hópnum við að ganga frá og gera klárt fyrir næsta flug.  Erum við orðin svo vel þjálfuð í tiltektinni að unun er á að horfa...

P1020492
 

Eftir komu á hótel klæddum við okkur í betri gallana og heimsóttum Gunna á svítuna.  Eftir örlítinn fordrykk héldum við í kokteilboð og mat til farþeganna í boði A&K.  Óhætt er að segja að við höfum orðið margs vísari.  Okkur var dreift á borðin og skemmtum við okkur öll hið besta.  Mjög skemmtilegt fólk sem við erum að ferðast með.


Victoria Falls - Jafnvel englarnir missa andann þegar þeir fljúga fram hjá

Þessi fleygu orð á Dr. Livingstone að hafa látið falla þegar hann sá fossana í fyrsta skipti.  Það hlítur að hafa verið ótrúleg sjón að brjótast hingað fyrstur hvítra manna í gegnum frumskóginn og koma að þessu náttúruundri.  Sagan segir að hann hafi fyrst talið þetta vera ljónsöskur þegar hann heyrði niðinn  en eftir að hafa hitt Tonga fólkið sem bjó hér leiddi það hann að fossunum.  Við fengum rútu að hætti hérlendra til að sækja okkur á hótelið klukkan átta og keyra okkur að fossunum.  Á leiðinni var stoppað til að skoða elsta og stærsta tré bæjarins 1500 ára gamalt.  Um leið og bílinn stoppaði skutust kolsvartir ungir karlmenn út úr skóginum í tugatali og stóð okkur ekki á sama þegar þeir umkringdu bílinn.  Þetta reyndist vera hluti af hagkerfi landsins, það er götusölumenn, þótt þeir hafi frekar litið út eins og skæruliðar. Þegar að fossunum var komið reyndist nauðsýnlegt að nota einhverskonar regnvörn. Sumir létu ruslapokatrixið duga á meðan aðrir splæstu tveimur dollurum í regnfataleigu staðarinns. Í ljós kom að regnjakkinn var þrumu fjárfesting.

Eftir stórkostlegan göngutúr við Victoríufossa  og tilheyrandi vindu á fatnaði var haldið á markað þar sem "Afrógengið",í tvennum skilningi, fór á kostum. Eftir að hafa nostrað við efnahag bæjarbúa, var haldið til hótelsins og árangri dagsins fagnað með bókmentum og notlegri hvíld við sundlaugina.

Hvíldin varð ekki löng vegna komandi átaka fyrir flugið til Mali. Kokkarnir lentu í fanta glímu við kollega sína, sem þeir að sjálfsögðu afgreiddu með yppon (fullnaðarsigri). Bakka systur höfðu afgreitt bakkaskrautið fyrr um daginn en héldu nú í bæjarferð ákveðnar í að græja búninga að hætti innfæddra. Vel tókst til með búningana, sérstaklega eftir að saumastofa bæjarins var opnuð og tekið var til óspilltra mála við saumaskap.

Sumir elska hindranir og brekkur ussss...Brottför frá Victoria Falls var mjög hefðbundin á afríkanska vísu, þ.e. nokkur ljón á veginum en ekkert óyfirstíganlegt. Með samstilltu átaki áhafnar voru vandamálin leyst hvert af öðru og brottför hafðist 20 mín á undan áætlun.


Flugið frá Mpumalanga til Victoria Falls

Okkar beið stutt flug frá Mpumalanga til Victoria Falls, einungis einn og hálfur tími.  Það tegist þó alltaf úr deginum þar sem við förum af hóteli tveimur og hálfum til þremur og hálfum tíma fyrir brottför og erum í frágangi í u.þ.b. tvo tíma eftir lendingu.  Allt gekk þó vel. 

 Freyjurnar okkar skörtuðu forláta afró hárkollum á leiðinni ásamt litríkum skartgripum og vakti þetta mikla kátínu hjá farþegunum.  Boðið var upp á súpu og samloku á leiðinni og tókst snillingunum í eldhúsinu að gera matinn einstaklega  góðan og lekkeran að vanda.  Leiðangursstjórinn stýrði vélinni styrkri hendi og fór með okkur í útsýnisflug yfir fossana áður en lent var á vellinum.  Vel gekk að ganga frá, smá brekkur varðandi eldneytismál, en ekkert sem ekki var hægt að leysa.  Keyrðum á hótelið okkar, Elephant Hills.  Var okkur nú að verða ljóst að við erum komin í annað umhverfi en við höfum verið í.  Náttúrufegurðin er enn sú sama en hér sést vel á öllu að peninga og vöruskortur er mikill.  Hótelið einstaklega glæsilegt en afar fáir hótelgestir og viðhaldsmál í niðurníðslu.  Þótt einungis við og örfáir aðrir hafi gist hótelið voru 250 starfsmenn á hótelinu sem svo sannarlega er minnisvarði um betri tíma. 

 Tókum debriefingu í hótelgarðinum og höfðum við þar félagsskap af vörtusvínum, bavíönum og mýrarköttum (Timon í Lion King).  Fórum í kvöldmat á Victoria Falls Hotel sem er þekktasta hótelið á svæðinu og minnisvarði um nýlendutímann.  Okkur var staflað í tvo bíla, 5 í hverja Lödu auka bílstjórans og sannaðist þar máltækið góða, þröngt mega sáttir sitja.  Bresk áhrif eru mikil hérna og má nefna að á meðan við mötuðumst hlustuðum við á hljómsveit flytja bresk lúðrarsveitar og popplög með karabísku ívafi.  Sumir smökkuðu krókódílakjöt og létu vel af. 


Næsta síða »

Um bloggið

FI-1446

Höfundur

FI-1446
FI-1446
“Life is not measured by the number of breaths we take but by the places and moments that take our breath away” - Við í áhöfninni gerum þessi orð að okkar!!
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG 2467
  • IMG 2465
  • IMG 2463
  • IMG 2460
  • IMG 2459

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband