Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Frábært blogg!!!
Hæ elskurnar Það er búið að vera mjög gaman að fylgjast með ferðum ykkar. Góða ferð heim, hlakka til að hitta ykkur á árshátíðinni. knús Vilborg
Vilborg Edda Jóhannsdóttir, mán. 9. mars 2009
Elsku mamma
Halló elsku mamma mín nú er farið að styttast í heimkomu , aðeins 2 dagar og allir farnir að hlakka til að fá þig heim. En annars er allt gott hér nema Didda frænka er fjórlærbrotin og það gerðist á Akureyri þegar hún var á skíðum í Hlíðarfjalli. Í dag var ég að keppa í handbolta með 4.flokki og við unnum 14-9 og ég skoraði 4 mörk. Ef við vinnum næstu tvo leiki þá förum við í 8 liða úrslit8).Ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni og hlakka til að heyra í þér og hitta þig á mán. -Arna Stefanía.
Arna Stefanía (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 7. mars 2009
Berglind Þráins - drottningin sjálf - fertug
Elsku besta fallega Berglind okkar! Nú er æskuljómin horfin en ekki örvænta...viskuhrukkurnar taka við!! Við samhryggjumst þér á þessum drottins degi og tökum þátt í grátkórnum þótt í fjarlægð sé. Vorum búnar að taka fram svörtu sorgarkjólana, hrista úr þeim mesta kuskið og reka burt kóngulærnar. Synd og skömm að þurfa að vera á sandölum og ermalausum bol í stað þess að taka þátt í hrygðinni með þér. Ætluðum reyndar að senda verri helminginn í okkar stað en þar sem þeir eru búnir að vera einir heima í tuttugu og tvo daga þorðum við ekki að sleppa þeim lausum í samtíning huggulegra en því miður lauslátra kvenna. Við verðum því með þér og þínum í huganum á þessum degi. Skemmtu þér vel en passaðu mjöðmina! (spáð er lægð yfir landinu). Kveðja frá Marokkó, Linda, Björg og allir hinir:)
Linda, Björg og allir hinir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 7. mars 2009
Halli og co
Þið eruð ekket smá flott með hárkollurnar alveg eins og Ike og Tina gengi
Sigurbjörg Björnsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 6. mars 2009
Halli og co
Hæ Halli minn mikið er gaman að fá að fylgjast með ferðinni hjá ykkur þetta er ekkert smá ævintýri. Góða ferð heim og koss og knús frá okkur á Hólagötunni.
Sigurbjörg Björnsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 6. mars 2009
kveðja frá Nonna Kr til Halla og co
Hæ Halli minn gaman að heyra í þér í morgun og gott að allir hafi það gott af okkur er allt gott að frétta flugið er að braggast og mikið að gera hjá okkur í Load skila kv til allra í áhöfn frá mer en eins og þú veist er ég og konan á leið til Orlando í dag kv þinn vinur Jón Kr
jon kr (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 6. mars 2009
Final approach...
Jæja nú fer þetta að styttast. Var að spá...væruð þið til í að skella einni mynd af miss Ellý á bloggið svona á síðasta degi - svona til samanburðar!!! Veit að Wella, Schwarzkopf, TIGI og fleiri hárefnaframleiðandur eru orðnir jafnforvitnir og ég. Nei bara svona í gamni... :-) Hér er allt við það sama, þið hafið ekki misst af neinu. Bara fönn, frost og fegurð, sem gleður mann og annan hér á fróninu fátæka. Undirbúningur fyrir NY ferðina fer að nálgast suðumark og við hlökkum til að hitta ykkur og ræða ykkars og okkars.. Gangi ykkur vel á síðustu metrunum, kær kv Oddur hestahvíslari
Oddný Halldórsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 6. mars 2009
Til Tota
hlakka til ad heyra i ter, vorum ad borda dinn er i klubbnum. bara gaman horfdum a solsetrid og stjornurnr vildi oska ad tu vaerir til ad upplysa okkur hvada stjarna er hvad..........BA
Bara Alexandersdottir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 6. mars 2009
Bjørg og félagar
Elsku Bjørg mín, frábæar myndir, hlýtur ad verda ógleymanlegur túr! Afríka nú komin efst á óskalistann. Hafid thad sem best og njótid! Ekki hægt ad segja annad en ad ég daudøfunda ykkur Kvedju knús - steinunn
steinunn (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 6. mars 2009
Halli
Hæ þetta er nú meira ferðalagið bara glaumur og gleði öll þessi lönd ævintýri góða skemmtun. Það verur gaman fyrir krakkana að fá að fljúga heim með ykkur í þessari flugvél.....Kveðja frá Hagalandi
guðrún Magnúsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 5. mars 2009
Til Tota
Hef ekki heyrt 'i \\\\\\\\\\\\\\ Hae allt gott ad fretta hja mer, dulla mer vid sundlaugina med Sally og Hector litla. Solin skyn a okkur og Leins bara hress. Hlakka til ad heyra fra ter. Allir her i Naples bydja ad heilsa tel. Floridakvedjur Bara
Bara Alexandersdottir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 5. mars 2009
Halli
Jæja, þá er spring break alveg að skella á, ég á einn tíma eftir og eg get ekki beðið :) við erum hætt við að keyra til NY og pöntuðum flug á gær, svo verðum við bara í bandi þegar þú ert kominn í stóra eplið :) hlökkum til að sjá þig. kv. Erla Dögg og Arni Már
Erla Dögg (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 5. mars 2009
5 Dagar
Elsku mamma! Það eru bara fimm dagar þangað til að ég fæ að knúsa þig í botn. Það er allt gott að frétta hér. Vonandi hefur þú það sem best og skemmtir þér vel.8)En hvenær fær maður að heyra í kerlingunni, er farin að hlakka til þess. Elska þig meira en allt. Ástarkveðja, Arna Stefanía
Arna Stefanía (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 4. mars 2009
Halli
Góðan dag það væri gott að fara í hókí pókí til að fá fólkið í stuð og svo höfuð herðar hné og tær þegar þið eruð búinn í þessu verði þið lent á Íslandi en gangi ykkur vel :) Edda Eva Rós og Hekla
Edda (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 4. mars 2009
Halli
Góðan dag það væri gott að fara í hókí pókí til að fá fólkið í stuð og svo höfuð herðar hné og tær þegar þið eruð búinn í þessu verði þið lent á Íslandi en gangi ykkur vel :) Edda Eva Rós og Hekla
Edda (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 4. mars 2009
Fy Fan ni skal inte sova......
Elsku Björg. Takk fyrir e-mail, gott að þú hugsar til okkar líka, love U - Cocktailkveðja, Birna Katrín.(samt ekki þessi sem Berglind Þráins er að laga neglurnar á....) Knús til allra. Vona að Tobba Tjútt hafi haldið uppi tjúttinu, við bíðum spennt að heyra á Útvarpi Sögu - Ferðasögu...
birna K. Sigurðardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 3. mars 2009
Þreyta og pirringur að "creepa inn"?
Jæja, þá er komið að þeim tímapunkti sem "Grindavíkurfyrirbærið" segir í bloggi sínu til ykkar að þreyta og pirringur fari að "creepa inn". Vonandi tekst ykkur að halda friðinn þann stutta tíma sem eftir er og haldið þannig áfram að vera okkur og sjálfum ykkur til sóma. Bestu kveðjur, auðvitað mest til AGU.
Brynja-Eyþór og Pabbi (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 3. mars 2009
Halli palli kalli kall :)
Jæja , þá eru bara 6 dagar þangað til að þið komið heim á þetta litla sker sem er statt einhverstaðar út í miðju atlantshafi þar sem ávallt er sól og sumarylur. En já það er nú gaman að segja þér frá því faðir minn að um helgina varð ég tvöfaldur bikarmeistari , í mínum flokk og líka í stúlknafl. þar sem við unnum njarðvík með 20 stigum sem var sweet. Hlökkum til að sjá þig heeel tanaðann og kátann - knús edda,evarós og hekla ;d
evarós (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 3. mars 2009
Til Lindu
Elsku Linda ég er búin að reyna oft að skrifa á bloggið en það tekst ekki. Geri eina tilraun í viðbót. Gunnar Hrafn er hjá mér hann er með hálsbólgu ztreptikokka segir hann. Við erum að skoða myndirnar á vefnum Mikið eru þetta flottar myndir.Hlökkum öll til þess að fá þig heim. Gunnar Hrafn og mamma
Katrin og Gunnar (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 3. mars 2009
Til Köru.
Elsku mamma. Við höfum nú ekki verið sérlega duglegar að senda þér kveðjur en mikið er gott og gaman að fá að fyljast með þér hér á vefnum og sjá hvað þú ert að gera. Það gengur allt alveg ágætlega hérna heima, þvotturinn og fl. er aðeins á eftir áætlun en við komumst í gegnum þetta ;) Við vonum að þú haldir áfram að skemmta þér konunglega og hlökkum til að heyra allar ótrúlegu sögurnar þegar þú kemur heim! Ástarkveðjur frá okkur og Pabba. Þúsund kossar og knús Ragnhildur og Þórdís
Ragnhildur og Þórdís (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 2. mars 2009
Jæja vika eftir
Bara kasta kveðju á ykkur öll. Nú er vika eftir, njótið í botn. Hlakka til sjá ykkur. Kossar og knús til .... ykkar allra! Sigga Toll
Sigga Toll (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 2. mars 2009
Helgin 28. feb - 1. mars
Hæ elsku mamma! Þú hefðir örugglega viljað vera í höllinni um helgina.Mér gekk mjög vel, ég fékk 4 gull,1 silfur og eitt brons. Ég fékk gull í 60,800,60 grind og 4x200 boðhlaupi þar sem við settum íslmet. Silfur fékk ég í hástökki og brons í langstökki. En annars ekkert meira að frétta héðan nema að allir eru farnir að hlakka til að fá þig heim. Sakna þin meira en og elska þig líka meira en allt . -Arna Stefanía
Arna Stefanía (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 1. mars 2009
Pabbi minn!
Eg vona að þið hafið að gott, við vorum rosalega ánægð með árangurinn um helgina. Skólamet í nætum öllum sundum og um 90% bæting hjá liðinu í heild sinni. Hlakka til að hitta ykkur í New York eftir viku. :)
Erla Dögg (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 1. mars 2009
Kveðja frá Cape Town
Takk fyrir samveruna kæru vinir, það var yndislegt að hitta ykkur og eiga með ykkur stund hér. Kær kveðja, Ruth og Kolli
Ruth Gylfadóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 1. mars 2009
elll i enn dé a......... L I N D A !!!!
...Birna Katrín er hjá mér núna, búin að kíkja í eyrun og á neglur, lookar ok við fyrstu sýn... En segðu mér eitt Linda mín..., gafstu Gulla leyfi til að setja LEXUS-inn á 33"blöðrur...? Lítur samt nokkuð ok út, spes samt...er nú fólksbíll ekki satt..? Verð nú að dásama hvernig Gulli staflar og strappar niður himinháu staflana af pizzakössum fyrir utan húsið ykkar. Mjög snyrtilega gert hjá stráknum...ekta Gulli..., bifast ekki í vindinum.... Er það rétt að Motormax sé að flytja í skúrinn....? Bláa blikkandi YAMAHA ljósaskiltið kemur samt flott út fyrir ofan skúrinn. Ertu ekki annars í góðum gír Linda mín? Risaknús á Björgu og aðra risaknúsa á ykkur hin..... Komið nú með forsetaefni frá Bamako... Bloggið ykkar er FLOTT. BLIND ps. hvernig taka farþegarnir í það að stytta ferðina til 7.mars.... ég meina Linda, Björg..., langar ykkur ekki að mæta..? huh....
Berglind Þráins (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 28. feb. 2009
Ekki amalegt útsýni!!!!
Er ekki örugglega búið að bjóða honum á árshátíðina???
Vilborg Edda Jóhannsdóttir, lau. 28. feb. 2009
Kveðja frá lovely...
Nú eru blikur á lofti með stöðu Íslands þegar þið komið heim...æfið norskuna aðeins á krúsinu - þeir eru nú þegar búnir að taka yfir Seðlabankann.
Haraldur Baldursson (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 28. feb. 2009
Kveðja frá Afríku
Astar og saknaðarkveðjur til ykkar allra með laginu "Söknuður". Love you all...... Áhöfnin á Halastjörnunni (FI-1446)
1446 (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 27. feb. 2009
Tóti og áhöfn
Ég er sammála síðasta ræðumanni, er bara búið að gleyma okkur ? Það er svo gaman að setjast niður og lesa um hve allt gengur vel hjá ykkur. Ég hef þurft að takast á við ýmislegt eins og frúin í næsta hverfi, eins og t.d .....neinei hlífi ykkur við því en það er töluvert ;)) þarf að mæta til Gulla endrum og eins til að drekka hvítvín, eða taka á móti honum í kaffi...( Verst að Tóti hringir alltaf þá) ótrúlega naskur gaur ;) Óska eftir myndum og meira bloggi. Tóti minn, reyndu nú að vera á eins og einni mynd. Kossar og saknaðarkveðjur úr Jökulhæðinni. Bára og H.B T
Bára Alexandersdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 27. feb. 2009
Hætt að blogga?
Kæru Afríkufarar eruð þið hætt að blogga ? Sammála fólkinu hennar Auðar, heimta líka meira blogg og myndir, því í erli dagsins hérna heima í snjónum og kuldanum á Fróninu gamla (þegar búið er að ´,,skúra og skeina'', koma músunum út úr bílskúrnum, fá viðgerðarmann til að gera við bílskúrshurðina sem staðið hefur opin í tvo daga, reyna að fá hita í húsið, kaupa fleiri fötur í Bykó til að setja undir mesta lekann í húsinu, gera við sprungið dekk á miðjum Hafnarfjarðarveginum, láta draga annan bílinn bilaðan af Miklubrautinni :Þ )þá er ekkert notarlegra en að setjast niður fyrir framan tölvuna og upplifa ævintýrin með ykkur, í skemmtilegu bloggi og flottum myndum. Svo please ekki hætta! Kærleikskveðjur til ykkar allra, (ástar-og saknaðarkveðjur til Hadda) úr Krókamýrinni. Hanna,Kristín,Andrea,Palli og :: :: Ps. Haddi, hvar geymirðu valíumtöflurnar?
Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 27. feb. 2009
Linda englamamma
Hæ Linda mín. Langaði bara að segja þér hvað börnin þín eru búin að vera góð hjá mér :) Þau fóru með mér í vinnuna og fanst frekar spennó að sjá sig á öllum skjánum. Litla B hjálpaði til og rétti mér penslana mjög áhugasöm, á meðan litli tvíburinn mátaði sig í kappakstursbíl í íþróttadeildinni. Nú steinsofa þau eins og englar, uppgefin eftir eltingaleik við Hexy og Lúsý. Knús frá okkur öllum til ykkar Tóta. Kveðja Bára ská-amma
Bára Alexandersdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 26. feb. 2009
Hefur útförin farið fram?
Veltum því fyrir okkur hvort áhöfnin sé týnd og tröllum gefin, jafnvel búin að ákveða að snúa baki við eyjunni norður í hafi? Engar fréttir eða myndir í "marga daga"! Hvað er í gangi - tómar skemmtanir og sukk eða?? Heimtum fréttir og myndir og engar refjar! Að öðrum kosti verður að reka ritstjórann!! Ástarkveðjur til mömmu. (AGU)
Brynja-Eyþór -Pabbi (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 26. feb. 2009
Min Kära Björg og Tobba Tjútt og, og ,og allir
Knus til lilla Krüger flickan.... Elsku dúllan er með þér í huganum undir stjörnubjörtum himni. Tobba litla Tjútt sendir þú ekki örugglega út frá Mauritsius???? Elli biður að heilsa Hadda Páls og spyr hvort hann geti ekki sett úlfaldana á Tölt??? Með Doddsson kveðju, þið hefðuð átt að taka okkar kæra seðlabankastjóra með eins og menn hafa verið ljótir og vondir við hann. Áfram Davíð, áfram Afríkureisa. Love Birna Katrín.
birna K. Sigurðardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 26. feb. 2009
Kveðja frá lovely Crawley
Aldeilis frábært hvað gengur vel hjá ykkur! Flugvélin í góðu lagi, áhöfnin svona ásættanleg og áfangastaðirnir skemmtilegir! En, án gríns, þá eruð þið flott öll saman þó leiðangursstjórinn sé að reskjast assk..mikið :/ Haldið áfram skrifa og taka myndir. PS Það standa vonir til að Ísland verði ennþá til þegar þið komið heim.. Halli
Haraldur Baldursson (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 26. feb. 2009
Mín ástkæra mamma!
Hæ elsku mamma mín það er komin langur tími síðan ég hef heyrt í þér. En ég veit bara ekki hvort ég megi hrngja nema þú sért búin að senda sms því ég veit ekkert hvað kl er hjá þér. En það er gaman að sjá myndirnar af þér í sjónum mér hefði ekki dottið í hug að þér fyndist þetta gaman hahah. Þú veist að ég elska þig mest af öllu og sakna þin mest af öllu hlakka til að heyra í þér.100000000000000000000000000000 kossar og knús(L)(k)
Arna Stefanía (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 25. feb. 2009
Linda mamma ;)
Hæ mamma, er búin að vara hjá Báru í dag. Hún keirði okkur út um allt til að sabna nammi.Við súngum firir fólkið líka Húni og Elísabet.Við fengum ótrúlega mikið nammi. Við bökuðum vöflur með Báru og höfðum pízzu í kvöld mat :) biðjum að heilsa Tóta. Knús og kiss Birna Katrín og Húni Páll
Bára Alexadersdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 25. feb. 2009
hæhæ
hæ allir vona að þið skemmtið ykkur vel :) langar bara að segja ykkur að BESTI kokkur í heimi fór til útlanda og var með ykkur og eldaði í fullt af fólki ég sakna þin mjöööög mikið elsku pabbi minn (Siggi) hlakka til að sjá þig pabbi<3 kv rakel sigurðardóttir
rakels (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 25. feb. 2009
Kveðja frá Kyrrahafsfara
Hæ hæ öll sömul, flottar myndir og blogg frá ykkur:) njótið ykkar í botn þessa síðustu daga, svona ævintýri er svo fljótt að líða og þið verðið komin heim á fagra blanka Frón áður en þið vitið af. Er ekki Ana Maria örugglega spræk og flott;), bið kærlega að heilsa drottningunni sem og Jan, Tim og Michael.. Siggi okkar, hafðu það sem allra best, sendi kveðju til þín og auðvitað ykkar allra fyrir hönd Kyrrahafsfaranna,,knús á ykkur öll, Inga Lár
Inga Lár (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 24. feb. 2009
Halli
jæjæ nú er komið að því, við erum að leggja af stað á aðal mótið okkar sem byrjar á morgun, en það eru bara boðsund á morgun, það ættu að vera úrslit á skóla síðunni okkar http://odusports.cstv.com/sports/c-swim/oldd-c-swim-body.html en annars geturu líka farið inná www.collegeswimming.com og ýtt á Division 1 og farið í results!! vona að þig séuð að skemmta ykkur, heyrumst :)
Erla Dögg (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 24. feb. 2009
Linda og Tóti
Að sjálfsögðu var kveðjan frá Gulla ,Báru ;Birnu og Húna
Gunnlaugur Rafn (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 24. feb. 2009
Linda og Tóti
komiði sæl og blessuð ;)ég sit hér hjá Gulla og drekk þetta líka fína kaffi. Við vorum að spá í hvort það hafi nokkuð verið cool STÍLL á Tóta í skútuferðinni ykkar, vonum samt ekki;) Linda mín vonandi voru engir stórir fiskar þarna til að hræða þig.... Kossar og knús frá Húna, Báru ,Gulla og Birnu katrinu...;<)
Linda og Tóti (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 24. feb. 2009
Dagur 14.....
Sé að Einar Dag er með yfirlýsingar miklar í sambandi við talsmáta og framkomu - en eins og allir vita eru flugliðar fljótir að tileinka sér hlutina enda ráðnir þess vegna. Ef ég þekki Auði, Björgu, Köru og Tobbu rétt þá fá þær örugglega 10 í munnsöfnuði. En nú er kominn dagur 14 og ferðin hálfnuð - og ykkur finnst þig einungis búin að vera í burtu í nokkra daga en seinni helmingurinn er miklu fljótari að líða. Björg veit þetta allt saman. Enda er þetta ævintýri lífsins - Bestu kveðjur til ykkar allra. Knús Helga,Fía, Sturla og Vilbolg...
Helga Guðmundsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 24. feb. 2009
Hæ flotta áhöfn!
Þið eruð frábær á blogginu, svo gaman að lesa og fylgjast með fínar myndir og já bara æðislegt. Þetta er næstum jafn flott og hjá okkur í 9ww2 2008 og það eru góð meðmæli skal ég segja ykkur!! djók! Vona að þetta gangi áfram svona vel hjá ykkur, njótið í botn. Saknaðarknús Sigga Toll
Sigga Toll (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 24. feb. 2009
Kveðja frá Óseyri til Halla
Sæll Halli og þakka góðar kveðjur frá þér í morgun þær komust vel til skila. Allir á Óseyri biðja vel að heilsa þér og óska þér alls hins besta. Kalli bróðir
Karl Þór Hreggviðsson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 24. feb. 2009
Kveðja frá Köpen
Sæl verið þið Afríkufarar.Sé að allt gengur vel hjá ykkur og ég vona að ykkar ferð verði eins góð og hjá okkur. Maður fékk léttan móral yfir því að fá borgað fyrir þetta en gömul reynsla kenndi manni að ýta honum bara frá sér og láta hann ekki ná tökum á sér. Ég vona að þið karlmennirnir í áhöfninni notið nú tækifærið og kennið kvennfólkinu að tala sjóaramál sem getur komið sér mjög vel þegar að 18. degi líður og og pirringurinn og þreytan fer að "creepa" inn. Það gekk hægt með Fíu, Vilbo"l"gu og Helgu en þær voru orðnar algjörlega til fyrirmyndar í lok ferðar og raunar mjög áhugavert hvernig talsmáti þeirra þróaðist eftir 18. daginn. Ég veit að netareynsla leiðangursstjórans mun þarna koma sér vel en ég er ekki frá því að Skagafjarðarsk.....,ég meina Tobba getur orðið að liði ef að illa gengur.Gangi ykkur allt í haginn og njótið þessarar ferðar til hins ýtrasta. Þið eigið þetta skilið. Kv. Einar heimsmaður
Einar Dagbjartsson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 24. feb. 2009
Gangi ykkur vel
Kæra áhöfn. Hefði gefið töluvert f að fara í Safaríð með ykkur og sjá fílana og ljónin. Takk f bloggið og allar myndirnar og látið ykkur líða vel á Mauritius á baðfötum með kokteil. Kær kveðja, EBR.
Elín Brynnjólfsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 23. feb. 2009
Halli okkar :)
Já nú er sko. komið að okkur, þetta gengur ekki við Edda erum að fara í langferð og ekki öruggt að við komum til baka. Við óskum ykkur velfarnaðar það sem eftir er ferðar hjá ykkur og gætið ykkar á ljónunum þau eru grimm, en við erum eins og lömb. Kannski rekumst við á ykkur á ferð okkar um hnöttinn :-) :-) Bæ Bæ Bæ Bæ Edda og Alda
Edda og Alda (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 23. feb. 2009
Tóbías í Turninum!!
Þorbjörg mín! Er engin af ferðafélögum þínum með ferða,,ritvél"? Eða nenir þú ekki að lesa póstinn frá mér? Knús til ykkar allra! Sigrún Jóns
Sigrún Jónsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 23. feb. 2009
Cheers:)
Ástarkveðja til ykkar og riiiisaknús á Tobbuna mín))) Missya a lot kúturinn minn+++ Vona að það gangi allt vel og allir séu hraustir og óbitnir haha... Gaman að fylgjast með ykkur hérna. Keep up the good spirit xoxo
Guðrún Björg Sveinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 23. feb. 2009
Til hamingju!
Elsku mamma! Ég var að keppa í gær á bikar í 200 og 4x400 . Ég byrjaði á að keppa í 200 þar sem ég bætti mig og munaði einu sekúndubroti að ég hefði farið á 26 e-ð. Ég er mjög stutt frá ísl.meti í því og ætla ég að reyna að ná því núna á árinu.En svo fór ég í 4x400 þar sem ég tók fyrsta sprett og hljóp á 59,4 og við settum ísl.met í meyjaflokki sem sagt 15-16 ára. Svo geturðu lika verið stolt af bróður þínum þar sem hann vann 800 m. En ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni og já meðan ég man,til hamingju allar með konudaginn. -Kossar og knús frá Íslandi(L)
Arna Stefanía (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 22. feb. 2009
Hæ þið öll.
Hæ hæ í dag er konudagurinn, svo ég vona að strákarnir hafi stjanað við ykkur allar í dag ;) Góða skemmtun á skútunni á morgunn. Munið að þennan dag er bolludagurinn!!! svo það er löglegt ef bikiníið er orðið pínu þröngt....kveðjur úr rokinu til ykkar allra :*
Bára Alexandersdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 22. feb. 2009
Góðar kveðjur! Viðbót!!
Við gleymdum að senda öllum mömmum og konum hamingjuóskir með daginn - sérstaklega okkar mömmu!!
Brynja-Eyþór og Pabbi (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 22. feb. 2009
Góðar kveðjur
Ágætt að liðið slapp óskaddað úr þjóðgarðinum. Skemmtilegar myndir úr garðinum. Vonandi að þið hafið það gott á Mauritius, getið fækkað fötum og notað sunddótið. Hér á klakanum gengur allt sinn vana gang og öllum líður vel. Bestu kveðjur og knús til mömmu!! (AGU) Brynja, Eyþór og Pabbi
Brynja, Eyþór og Pabbi (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 22. feb. 2009
Flotta fólk
Mæli með snorkli á Mauritius...þið verðið að snorkla á Mauritius !! Ég fór útí eyju sem heitir Ile de deux cocos ( EKKI leiðrétta mig ef þetta er vitlaust skrifað )og er í hásuður...nei djók (f Björgu)en hún er frekar sunnarlega og austan megin á eyjunni. Var að spá í að flytja búferlum eftir þessa köfun...s.s. niður í sjóinn :-) Langar að ítreka þetta sem Sigga Toll sagði hér að neðan: Jackpot að lenda með Björgu og Kokkunum :-)
Ása Óskarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 22. feb. 2009
Kæra áhöfn.
Gaman hvað safaríferðin gekk vel og þið heppin að sjá svona mörg dýr,var með ykkur í anda. Hlakka til að sjá myndirnar ;) Njótið Mauritius, vonandi náið þið að slappa aðeins af þar.Knús og kossar til ykkar, þó sérstaklega til Tóta og Lindu.Bíð spennt eftir fleiri ferðasögum ;)....Bára
Bára Alexandersdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 21. feb. 2009
Halli og co
Eg er nú hissa að Halli hafi ekki sofið einn ??? allavegana hefur Siggi þa ekki sofið mikið hahaha :)en hafið þið það sem allra best. kv Edda og Eva Rós
Edda & Eva Rós (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 21. feb. 2009
Takk Fyrir Mamma
Hæhæ Elsku mamma! Takk Kærlega fyrir þetta fallega sms. Það var mjög fallegt. Ég veit að ég mun fá strauma frá þér í hlaupinu og mér mun ganga vel. Hlakka til að heyra í þér á sunnudaginn og vona ég að ég verði með góðar fréttir bæði frá frjálsunum og handboltanum. ELSKA ÞIG MEIRA EN ALLT Í HEIMINUM!!!!!!!!!! p.s. Takk fyrir að velja mig sem dóttur.
Arna Stefanía (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 20. feb. 2009
Ritvél fyrir þorbjörgu
Kvöldið þið öll! Mikið er gaman að fylgjast með ykkur hérna á blogginu! Tobba mín! Ef þú kemst í tæri við ,,ritvél" viltu þá lesa crew-póstinn þinn. Var að senda þér smá póst! Bestu kveðjur til ykkar allra Sigrún Jóns
Sigrún jónsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 20. feb. 2009
Halli og co
Já komið þið nú sæl það er nú aldeilis mikið að gera og gott að allir hjálpist að i svona ferð en vona að þið hafið haft það gott i safaríinu og hlakka til að heyra frá ykkur kv Edda og Eva Rós
Edda og Eva Rós (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 20. feb. 2009
Halli og co.
Frábært að fylgjast með ykkur og gaman að heyra að þið eruð að njóta þess. Við erum í fullum undirbúningi fyrir Conference mótið sem byrjar á miðvikudaginn, allir að fá nýja Lazer racer suit og þau eiga ekki til orð yfir þessum búningi....hehe! Haldið þið áfram að skemmta ykkur :) kv. Erla og Arni
Erla Dögg (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 20. feb. 2009
Elsku mamma
Vonadni hefurðu það gott og vonandi var gaman í Safari.Í dag fór ég í ráðhúsið of fékk viðurkenniguna. Það varmjög skemmtileg og hátíðlega athöfn en hlakka til að heyra í þér. Elska þig mest af öllu í heiminum og meira en allt saman. 1000000000000000000000000000 kossar og knús (L)
Arna Stefanía (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 19. feb. 2009
Elsku þið!
En gaman hjá ykkur. Flott í nýja uniforminu! Elsku Kara, Tobba og Auður heppnar að ferðast um heiminn með Björgu, bara flottust. Er með ykkur í huga, njótið áfram. Saknaðarknús! Halli og Siggi fá auka knús. já já og stjórnklefinn líka.
Sigga Toll (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 19. feb. 2009
Prútt!!!
Hæ elskurnar, Hjörtur yfirprúttari náði verðinu oft niður um 90%, fékk reyndar illt augnaráð í kaupbæti,en maður er nú með breitt bak. Frábært að heyra hvað allt gengur vel, þið rokkið!! kossar og knús frá Vilborgu sem að gengur ráðvillt um húsið og finnur hvergi morgunverðarsalinn og handklæðin liggja ennþá á baðherbergisgólfinu þegar að maður kemur heim, hvar er herbergisþernan? Hún fær sko ekkert þjórfé. Skál!!!
Vilborg Edda Jóhannsdóttir, fim. 19. feb. 2009
Velkomin til Addis Ababa
Frábært að sjá hve vel gengur enda er Icelandair starfsfólk sérvalið lið. Þið eruð næst-flottust! Knús til ykkar allra og brjálað framhald. Kveðjur frá Amex-heimsferð FI-1444
Helga Guðmunds (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 18. feb. 2009
Siggi minn
Passa sig að detta ekki fram af færiböndum. Taka G og T reglulega. Sjáumst í mars. Bið að heilsa Guggunum. Farðu úr bænum. Kveðja Gulli
Gulli (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 18. feb. 2009
Hæ þið öll!!
Gaman að fylgjast með ykkur, þið eruð flott. Við hin erum að undirbúa okkur sem best við getum fyrir Þórsmerkurferðina, erum að pakka kjömmum og pungum,bestu kveðjur til Bjargar frá mömmu hún er farin að sveifla göngugrindinni og komin með mikla heimþrá. Helga Rós frænka Tobbu stofnaði kór í skólanum áðan, og ég gekk til liðs við hann. Björg mín ég tek þig í söngtíma þegar þú kemur heim. Bestu kveðjur Íris Sig.
Íris Sigurðard. (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 17. feb. 2009
Halli
Já góðan dag Halli minn það er búið að ná í slöngunar Maggi rétt náði þeim þær voru svo óðar hahaha og kol svartar :)
Edda (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 17. feb. 2009
Flott áhöfn
Kæra áhöf, takk fyrir skemmtilega lesningu. Virkilega gaman að fylgjast með ykkur. Linda, ég hitti börnin þín í gær og gat gefið þeim eitt "mömmu-systur-knús". Hafið það gott. Bestu kveðjur, Katrín G.
Katrín Rós Gunnarsdóttir, þri. 17. feb. 2009
Elskulega áhöfn;)
Sendi ykkur geðveikar stuðkveðjur héðan af klakanum;) Tobba mín, vona að þú hafir getað kíkt á torg hins himneska friðar þegar þú komst við í Nýju Jórvík;) múhahaha Farið varlega og góða skemmtun Knús Sigga Nanna
Sigga Nanna (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 16. feb. 2009
Kveðja til KAP
Elsku mamma! Óskum þér og öllum í áhöfninni góðrar ferðar og skemmtunar. Við erum endurnærð eftir frábæra skíðaferð um helgina og fylgjumst með ykkur á síðunni. Bestu kveðjur, Ragnhildur, Þórdís og pabbi.
Ragnhildur - Þórdis og pabbi (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 16. feb. 2009
Bestu kveðjur ;)
Sendum okkar bestu kveðjur til ykkar allra í áhöfninni en þó bestu kveðjurnar til mömmu! (AGU) Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu héðan frá Fróni. Eyþór-Brynja og Pabbi
Eyþór-Brynja og Pabbi (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 16. feb. 2009
Góða ferð ;) og skemmtun
Elsku vinir.. Hlakka til að fylgjast með ykkur um víða veröld. Gangi ykkur vel ;))))) Fullt af kossum og hlýju til ykkar allra. Brynja (BRN)
Brynja Nordquist (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 16. feb. 2009
Tóti , Linda og áhöfn
Takk fyrir síðast ;) mikið var gaman fyrir okkur Gulla að fá að fylgja ykkur úr hlaði,sjá samheldnina í hópnum og tilhlökkunina sem skein út úr andlitum ykkar allra. Allt gekk vel hjá mér. Ég skoppaði um alla N.Y skoðaði allt en verslaði minna. Átti gott flug heim. Heima var allt eins og það átti að vera rok og rigning.. kveðjur til ykkar allra ...Bára
Bára Alexandersdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 16. feb. 2009
HALLI OG ÁHÖFN
JA ÞAÐ ER NÚ FLOTT HVAÐ ÞETTA BYRJAR FLOTT VONA AÐ ALLT GANGI VEL :)
Edda og Eva Rós (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 16. feb. 2009
Takk fyrir að skila farþegunum okkar heim
Hæ elskurnar þið erum greinilega frábært team. Sé að farþegarnir okkar áttu frábæran síðasta legg. Vona að þið verðið jafn heppin með hóp. Þið rúllið þessu upp. Hlakka til að fylgjast með ykkur. Kossar og knús Vilborg p.s. Borðdúksskafan er í teskápnum.
Vilborg Edda Jóhannsdóttir, sun. 15. feb. 2009
Halli !
hæhæ,ég vildi bara óska ykkur góðrar ferðar á þessu stigi, og vona að þig skemmtið ykkur sem best! Pabbi, þú getur kannski kennt þeim að spila beer pong ef ykkur leiðist :) Kv. Erla Dögg og Arni Már!
Erla Dögg (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 15. feb. 2009
Halli, Siggi, Björg og þið hin!
Frábært hvað þið byrjið bloggið vel, áfram svona! Hlakka til að fylgjast með ykkur. Sé að Halli er með nýja svuntu bara flott. Góða ferð!
Sigga Toll (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 15. feb. 2009
Linda!!! Linda!!! Setturðu engar húsreglur before departure...?
Linda mín! Átti leið framhjá bæjarfélaginu þínu og sá afkvæmin þín á bláum litlum mótorhjólum á fleygiferð í hverfinu þínu... Róa sig róa sig..., þau voru búin að lofa pabba sínum að halda sig BARA í hverfinu og gefa allt í botn heim til sín ef þau sæju lögguna... Eitt annað Linda mín..., má Gulli geyma hjólið sitt uppá eldhúseyjunni....??? En elsku glæsiáhöfn, góða ferð og njótið þess að sjá svart næstu vikurnar....! Kv Berglind Þráins btr
Berglind Þráins (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 15. feb. 2009
Halli :)
Góðan dag Halli við vonum að allt gangi vel hjá ykkur allt i góðu herna , stelpunar unnu 93-15 á Egilsstöðum i dag Jóhanna Guðrun vann jurovissjon og fer til russlands en hafið þið það gott >: kv Edda Eva Rós og Hekla
Edda Ottósdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 14. feb. 2009
The moment is here - enjoy to the fullest.....
Gaman að hitta ykkur í gær þó að stutt væri - vonandi funduð þið vestin sem þið voruð að leita að. Þetta er upplifun - sem kemur ekki aftur. Góða ferð öll sömul og vonum að þið hafið verið góð við farþegana okkar síðasta legginn. " We never know the worth of water till the well is dry." - Kveðja HGM og áhöfn FI-1444
Helga Guðmunds (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 14. feb. 2009
Life is not measured by the number of breaths we take..
but by the quality of tooth-paste we use....vonandi höfðuð þið rænu á að taka með colgate með skinnkubragði og munnskolið með hvítlauksbragðinu frá Garlicyne. Svakalega eruð þið flottur hópur...Hafsteinn þó sýnu flottastur ! Hlakka til að fylgjast með ævintýrum ykkar elsku vinir...Dillisimo
Dilly (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 13. feb. 2009
Tóbías!!
Elsku besta Tobba mín!! Ég er svo svekkt að hafa ekki náð að kveðja þig!! Stórt knús til þín, og já auðvitað til ykkar allra! Bestu kveðjur Sigrún Jóns
Sigrún Jónsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 13. feb. 2009
Flotta cabin crew og co!
Hæ öll saman :) Gangi ykkur sem allra best og vonandi mælið þið ykkur mót við Rut og Kolla er þið komið til Cape Town,það var bara æði fyrir mína áhöfn að koma heim til þeirra-gestrisið fólk þar á bæ-Góða skemmtun og haldið vel utan um hvort annað og njótið augnabliksins- Knús og kremja til ykkar .) Kiddi Möller (KEM)Hlakka til að hitta ykkur á línunni í vor :)
Kiddi Möller (KEM) Heimsferð 2006 (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 13. feb. 2009
Góða ferð
Ég fylgist speeeennnnt með !! Myndir og reynslusögur úr eldhúsinu...takk. Kv. Ása
Ása Óskarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 13. feb. 2009
Gangi ykkur vel.
Kæra áhöfn, góðar óskir fylgja ykkur í ferðinni. Siggi minn kæri, mundu eftir kveðjunni til Önnu Maríu. Gangi ykkur vel. Kv.Erna.
Erna Friðfinnsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 13. feb. 2009
Góða ferð.
Kæra áhöfn, góða ferð og góða skemmtun. Afríka er yndisleg :) Ég mun fylgjast með ykkur á blogginu og óska þess að vera með ykkur. Bestu kveðjur, Habbý.
Hrafnhildur Kjartansdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 11. feb. 2009
Við bíðum spennt..
Kæra áhöfn, eigið yndislega ferð og farið varlega. Er ræpumeðal og kakkalakka-killer ekki örugglega á tékklistanum??? Við hin úr áhöfnINNI erum með ykkur í huganum... kv the 9ww2
Áhöfn FI-1452, mið. 11. feb. 2009
Um bloggið
FI-1446
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar