10.3.2009 | 18:38
Öllum góðum sögum fylgir endir - við fórum varlega en þó djarflega
Endirinn á ferðinni okkar er tregablandinn. Frábær ferð að baki en þó mikil tilhlökkun sem fylgir því að hitta ástvini, vini og vandamenn innan skamms. Eitt og annað höfum við lært á för okkar um álfuna Afríku. Við höfum sigrast á smávegis utanaðkomandi vandamálum en ekkert sem orð er á gerandi. Við höfum vaxið sem einstaklingar á því að takast á við hluti og sjá aðstæður sem okkur eru framandi. Álfan hefur upp á ótal margt að bjóða. Náttúrufegurðin er ólýsanleg og dýraríkið að sjálfsögðu líka. Menningin er okkur framandi og sumt skiljum við ekki en það að sjá ólíka lífshætti gerir okkur ríkari. Það kæmi okkur ekki á óvart þótt að við ættum öll eftir að stíga fæti í álfuna aftur og það innan skamms tíma. Þessi nána samvera hefur fært okkur nær hvort öðru og kennt okkur eitt og annað. Ef við ættum að taka það saman sem við höfum lært á þessu ferðalagi þá getum við til dæmis nefnt eftirfarandi:
· Leiðangursstjóri er ekki sama og leiðindastjóri
· Ekkert hótelherbergi er svo lítið að ekki sé hægt að dansa í því (rúmin tekin með)
· Allur er varin góður og því best að spreyja á sig móskítoeitrinu sagði nunnan og setti öryggið á broddinn
· Engin er verri þótt hann vökni nema hann drukkni og á þetta sérstaklega við um safarí
· Betri er ein skjaldbaka á vegi en tveir gíraffar í skógi
· Engin bíll er svo lítill að ekki sé hægt að fara á ljónaveiðar
· Hláturinn lengir lífið...og við verðum ölll hundrað ára
· Grettir er ekki til í Afríku..ætlum að leita í Alaska næst..tökum svo stafrófið þangað til hann finnst
· Það er ekkert sem er góðum flugvirkja ómögulegt...
· Betri er seigur úlfaldi en samloka í Zimbabwe
· Sést tár á hvarmi? þurrkaðu það þá af
· Allir dansa kóngaverður aldrei samt án leiðangurSStjórans
· þú komst við hjartað í mér á svo sannarlega við um afríku
Þökkum ykkur fyrir að fylgjast með ferðalaginu okkar. Sjáumst síðar
Bestu kveðjur frá Totta, Jóakim, Hafmeyjunni, Mama Masaí, Skottstýrunni, Danskennaranum, Drangeyjardrottningunni, Brauðkörfudrengnum, Höfrungnum og Halta Pétri.
Love you all!!!
Um bloggið
FI-1446
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þið eruð frábær og velkomin heim.
Gúnna, 20.3.2009 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.