Fljúgandi magadansmeyjar - lokasporið

Samkvæmt venju tókum við daginn snemma og héldum áfram stóra eggjakökugæðaeftirlitinu...  Framundan var sunnudagurinn langi og sá síðasti með farþegunum.  Vel gekk að komast út á flugvöll þar sem við tók skriffinnskan ógurlega.  Enn notast þeir Marokkómenn við kalkipappír, þennan sem við munum svo vel eftir frá því "í þá gömlu góðu".  Leiðangursstjóranum var svo ofboðið að hann setti í fyrsta sinn í ferðinni í brúnirnar og viti menn!  Sjálfur yfirlögreglustjórinn mætti á svæðið og leiddi okkur á mettíma í gegnum vopnaleit og tilheyrandi.  Ekki var laust við að yfirvaldið á staðnum kiknaði í hnjáliðunum þegar íslenska tröllið byrsti sig.  Hinn venjubundni undirbúningur í vélinni gekk vel.  Farþegarnir mættu ofurspenntir um borð, hlökkuðu mikið til að sjá búningaval dagsins.  Þeim til mikillar undrunar og örlítilla vonbrigða höfðum við ákveðið að velja áður notaða búninga úr búningaherbergi FI-1446.  Eftir fyrri matarþjónustu sem fram fór í þónokkrum hristingi þar sem Haddi "nuddaði toppana" fengu flestir farþegarnir sér fegurðarblund.   Á meðan lokuðu Bakkasystur sig inni í fremra eldhúsi og klæddust glænýjum búningum.  Merkilegt hvað fjórar flugfreyjur og einn flugmaður geta skipt um föt og hlegið hljóðlega í tæplega 2fm. rými.  Engar gaggandi flughænur þar á ferð...

 

Nú tók leiðangurSStjórinn sig til og vakti fólkið með sinni hljómfögru leiðarlýsingu.  Græjurnar voru settar á fullt og inn í farþegarýmið dönsuðu arabískar dansmeyjar með íturvaxnasta flugmann ferðarinnar í broddi fylkingar.  Eftir að hafa liðast aftur eftir vélinni stilltum við okkur upp á "stöð 2" þar sem við sungum "Þú komst við hjartað í mér" með hjálp Halla höfrungs.  Ægilega "lekkert" og áberandi vel æft...  Að lokum sungu ABBA fyrir okkur um dansandi drottninguna, farþegarnir þustu úr sætunum og allir dönsuðu í kónga stíla fram og aftur ganginn. Það er vel hægt að hreyfa alla útlimi þótt þröngt sé.

IMG_1055

 Bakkasystur voru leystar út með gjöfum af mörgum farþeganna, orðnar ansi hlaðnar af marókosku skarti!Lentum klukkan þrjú að staðartíma í New York.   "NY is the only city-city" sagði Tuman Capote.

Kveðjustund var átakmikil og sáust víða tár á "börmum".  Þau bókstaflega flæddu þegar Ana María knúsaði okkur hágrátandi og sagðist elska okkur. Flóðið hófst hjá Auði skottstýru, Kara dansmær þvoldi ekki álgið og tárin hrundu.  Mama Masai löngum verið grenjuskjóða bættist í hóp hinna grátandi en Tobba Drangeyjardrottning hélt aftur af sér!

 Í rútunni var pappaglösum lift - frábær ferð á enda og við öll sem eitt reynslunni ríkari og afar þakklát fyrir að hafa fengið að njóta ævintýrisins og náð að færa okkar góðu gesti/vini heila heim.   Þegar hér var komið sögu vorum við öll komin á sjálfshátíð allra tíma og skelltum okkur því á veitingastað hinna frægu og ríku, NOBU um kvöldið.  Borðuðum frábæran mat og nutum samverunnar sem endranær.  Hver veit hvert spor okkar liggja næst, við vitum hins vegar að "Vegir liggja til allra átta".  Insallah... !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

FI-1446

Höfundur

FI-1446
FI-1446
“Life is not measured by the number of breaths we take but by the places and moments that take our breath away” - Við í áhöfninni gerum þessi orð að okkar!!
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG 2467
  • IMG 2465
  • IMG 2463
  • IMG 2460
  • IMG 2459

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband