9.3.2009 | 00:36
Truman Capote advised “Before you go to Marrakech, make sure you say goodbye to all your friends and draw your savings from the bank”
Höfuðborg: RabatMiðstöð verslunar og iðnaðar er í aðal hafnarborg landsins, Casablanca sem jafnframt er stærsta borg Marokkó. Torfært fjalllendi Marokko hefur verið helsta vörn landsmanna í aldanna rás og fáir reynt innrás í landið þar til á 20. öld. Franskra og spænskra áhrifa gætir í Marókkóskri menningu, en þó er stærstur hluti íbúa landsins blanda af Afríkumönnum, Aröbum og Íberum. Hófum daginn á skoðunarferð um gamla bæinn með Abdul vini okkar. Hann kynnti okkur fyrir sögu borgarinnar sem spannar langt aftur. Eins og víða annarsstaðar bjó fólk hér í höllum mörgum öldum áður en við skriðum út úr torfkofunum okkar heima á fróni. Borginni er skipt upp í ca 380 hverfi sem hvert um sig hefur tvær moskur, eitt sameiginlegt bakarí (þú kemur með deigið og bakar sjálfur) og Hammam (baðstofa). Við skoðuðum elsta háskóla borgarinnar og svo að sjálfsögðu iðandi mannlífið. Göturnar eru þröngar og iða af umferð mótorhjóla, reiðshjóla, asna og gangandi fólks. Viðskipti í hverju horni og litagleðin mikil. Fórum að hitta góðlega og glaðlega frændann í teppabúðinni. Fengum mintute með sykri en hann varð ekki ríkur af þessari heimsókn. Skipti frændi snögglega um svip þegar honum varð ljóst að ekkert yrði verslað. Fengum kynningu á hinum ýmsustu lækningajurtum, smyrslum, kremum og kryddi. Hafði Halli á orði að fyrst allar þessar lækningajurtir væru til væri ótrúlegt að einhver væri veikur í veröldinni. Vitum nú hvernig við eigum að bregðast við hinum ýmsustu kvillum allt frá gyllinæð til ........

Um bloggið
FI-1446
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.