Shalam!

IMG_1044
 

Flugið frá Bamakó til Marrakech gekk mjög vel.  Áhöfnin var í afrískum búningum, strákarnir í síðum skærlitum serkjum og stelpurnar i vöfðu pilsi, skyrtu og með skúringaklúta um höfuðið.  Allt í skærum litum og fallega útsaumað.  Vöktu búningarnir mikla lukku og höfðu sumir farþegarnir á orði að þetta væru flottustu búningarnir hingað til.  Fyrir flugtak gerðist það reyndar að tveir eyðimerkurblámenn vafðir klútum svo ekkert sást nema augun rændu Köru og báru hana öskrandi og sparkandi út úr vélinni.  Þegar betur var að gáð reyndust þetta vera fararstjórarnir, þeir David og John, og vakti þetta mikla kátínu hjá farþegunum okkar og Köru okkar var sem betur fer skilað fljótlega. 

IMG_0126

Flugum yfir endanlausar sandöldur þangað til komið var að Atlas fjallgarðinum, sem skartaði sínu fegursta.  Sum okkar voru að koma í fyrsta sinn til arabalands og sýnist sitt hverjum um menningu þessa ágæta fólks.  Okkur grunar reyndar að Siggi og Björg hafi verið arabísk hjón í fyrra lífi nema Björg hafi verið karlinn og Siggi konan þar sem Björg elskar þennan arabaheim en Siggi er á öndverðri skoðun.  Skriðum á hótel eftir langan dag sem hafði byrjað á markaðsferð í Bamako um morguninn, um hálf tíu.  Kvöldið endaði snemma hjá öllum reyndar mismunandi hvort það var snemma kvölds eða snemma morguns.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

FI-1446

Höfundur

FI-1446
FI-1446
“Life is not measured by the number of breaths we take but by the places and moments that take our breath away” - Við í áhöfninni gerum þessi orð að okkar!!
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG 2467
  • IMG 2465
  • IMG 2463
  • IMG 2460
  • IMG 2459

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband