Bamako – I decided to be happy...because it is good for my health (Voltier)

Allir mættir í morgunmat um 0830.  Markaðurinn beið okkar sem og að úthluta skóladóti sem Kaupþing gaf okkur til þurfandi.  Þar sem við höfðum takmarkaðan tíma var ákveðið að konurnar í hópnum “bakkasystur” væru þær einu sem gætu klárað “mission impossible” innan tímamarka. 

 Fyrst var skundað á markað og bakkaskraut og búningar tíndir til.  Verðið var ósvífið en við erum orðnar ótrúlegar í að prútta og pretta og fengum því allt sem við vildum á okkar verði. Einlægur brotavilji... Kaupþingshúfum var úthlutað á heimilislausa drengi á markaðnum og vakti það mikla lukku, reyndar svo mikla að gámur hefði varla dugað en betra er eitthvað en ekkert.   

IMG_2371

Að þessu loknu fórum við í skóla í einu af fátækrahverfum borgarinnar með gjafirnar frá Kaupþingi.  Var okkur mjög vel tekið af skólstjóra og skólastýru þegar ljóst var í hvaða erindagjörðum við vorum.  Eiga Kaupþing og ekki síst Kata sys heiður skilið fyrir framtakið.  Mikil gleði ríkti þegar tekið var upp úr sekknum stóra sem fylgt hefur okkur um Afríku.  Við afhentum skóladótið og fengum svo að fara inn í bekk til að sjá skólastarfið.  Bekkurinn samanstóð af 94 átta til níu ára börnum.  Þau sungu fyrir okkur og var ekki laust við að “tár sæist á hvarmi hjá okkur valkyrjunum”.  Við tókum myndir og voru  börnin hissa á þessum svörtu tækjum sem beint var að þeim.  Ekki minnkaði forvitnin þegar við sýndum þeim myndina sem birtist af þeim á skjánum...ótrúleg þessi tækni.  Börnin hennar Lindu (Birna og Húni) höfðu fyllt poka af dóti handa börnunum í Afríku.  Því dreifðum við fyrir utan skólann til fátækra barna og vakti það mikla lukku. 

Ekki er laust við að blendnar tilfinngar hafi bærst með okkur þegar við keyrðum í leigubílnum frá skólanum til fimm stjörnu hótelsins okkar. Þarna mættust tveir ólíkir heimar.

P1020500  

Komum á hótel fjörutíu mínutum fyrir brottför og er ótrúlegt hvað hægt er að sturta sig og sparsla á stuttum tíma.  Keyrðum út á flugvöll í þessum bakarofni, hitastigið 37C og munur á hita og daggarmarki 39C.  Það þýðir á mannamáli mikið eyðumerkurloftslag. 

Farþegarnir skiluðu sér aðeins of seint með flugi frá Timbuktu.  Þeir höfðu nú á orði að þeir söknuðu Icelandair lendinganna.....vitum ekki alveg hvað þeir meintu en túlkum þetta okkur í hag. Flugið gekk vel.  Stanslaus sigurganga... 

Mali er sjöunda stærsta land Afríku, rúmir 1.240.000 km2 að stærð, en þó eitt af  10 fátækustu ríkjum veraldar.  Næstu grannar eru m.a. Alsír, Nígería, Burkina Faso og Senegal.Íbúafjöldi: 12.000.000Höfuðborg: Bamako

Fiskveiðar eru algengar í Mali í ánni Niger þar sem landið liggur ekki að sjó. Þar hefur þó fundist gull, uranium og salt. 

IMG_2400

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

FI-1446

Höfundur

FI-1446
FI-1446
“Life is not measured by the number of breaths we take but by the places and moments that take our breath away” - Við í áhöfninni gerum þessi orð að okkar!!
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG 2467
  • IMG 2465
  • IMG 2463
  • IMG 2460
  • IMG 2459

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband