Flugtíminn til Bamako var 6 klst og 20 mínútur, nóg að gera á leiðinni og náðum við að lenda 30 mínútum á undan áætlun. Fyrir Afrikubúana var þetta full mikil breyting á áætlun og þurftu því farþegarnir að bíða eftir rútunum sem flytja áttu þá milli vélar og flugstöðvar sem því nam. Enn og aftur hófst fyrirmyndar samvinna allra í hópnum við að ganga frá og gera klárt fyrir næsta flug. Erum við orðin svo vel þjálfuð í tiltektinni að unun er á að horfa...
Eftir komu á hótel klæddum við okkur í betri gallana og heimsóttum Gunna á svítuna. Eftir örlítinn fordrykk héldum við í kokteilboð og mat til farþeganna í boði A&K. Óhætt er að segja að við höfum orðið margs vísari. Okkur var dreift á borðin og skemmtum við okkur öll hið besta. Mjög skemmtilegt fólk sem við erum að ferðast með.
Um bloggið
FI-1446
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.