Eins og englarnir flugum við frá Victoria Falls til Bamako - "geislabaugarnir tíu"

Brottför frá Victoria Falls var mjög hefðbundin á afríkanska vísu, þ.e. nokkur ljón á veginum en ekkert þeirra bannvænt eða óyfirstíganlegt. Með samstilltu átaki áhafnarinnar voru vandamálin leyst hvert af öðru og var brottför 20 mínútum á undan áætlun.

Flugtíminn til Bamako var 6 klst og 20 mínútur, nóg að gera á leiðinni og náðum við að lenda 30 mínútum á undan áætlun.  Fyrir Afrikubúana var þetta full mikil breyting á áætlun og þurftu því farþegarnir að bíða eftir rútunum sem flytja áttu þá milli vélar og flugstöðvar sem því nam.  Enn og aftur hófst fyrirmyndar samvinna allra í hópnum við að ganga frá og gera klárt fyrir næsta flug.  Erum við orðin svo vel þjálfuð í tiltektinni að unun er á að horfa...

P1020492
 

Eftir komu á hótel klæddum við okkur í betri gallana og heimsóttum Gunna á svítuna.  Eftir örlítinn fordrykk héldum við í kokteilboð og mat til farþeganna í boði A&K.  Óhætt er að segja að við höfum orðið margs vísari.  Okkur var dreift á borðin og skemmtum við okkur öll hið besta.  Mjög skemmtilegt fólk sem við erum að ferðast með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

FI-1446

Höfundur

FI-1446
FI-1446
“Life is not measured by the number of breaths we take but by the places and moments that take our breath away” - Við í áhöfninni gerum þessi orð að okkar!!
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG 2467
  • IMG 2465
  • IMG 2463
  • IMG 2460
  • IMG 2459

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband