Þessi fleygu orð á Dr. Livingstone að hafa látið falla þegar hann sá fossana í fyrsta skipti. Það hlítur að hafa verið ótrúleg sjón að brjótast hingað fyrstur hvítra manna í gegnum frumskóginn og koma að þessu náttúruundri. Sagan segir að hann hafi fyrst talið þetta vera ljónsöskur þegar hann heyrði niðinn en eftir að hafa hitt Tonga fólkið sem bjó hér leiddi það hann að fossunum. Við fengum rútu að hætti hérlendra til að sækja okkur á hótelið klukkan átta og keyra okkur að fossunum. Á leiðinni var stoppað til að skoða elsta og stærsta tré bæjarins 1500 ára gamalt. Um leið og bílinn stoppaði skutust kolsvartir ungir karlmenn út úr skóginum í tugatali og stóð okkur ekki á sama þegar þeir umkringdu bílinn. Þetta reyndist vera hluti af hagkerfi landsins, það er götusölumenn, þótt þeir hafi frekar litið út eins og skæruliðar. Þegar að fossunum var komið reyndist nauðsýnlegt að nota einhverskonar regnvörn. Sumir létu ruslapokatrixið duga á meðan aðrir splæstu tveimur dollurum í regnfataleigu staðarinns. Í ljós kom að regnjakkinn var þrumu fjárfesting.
Eftir stórkostlegan göngutúr við Victoríufossa og tilheyrandi vindu á fatnaði var haldið á markað þar sem "Afrógengið",í tvennum skilningi, fór á kostum. Eftir að hafa nostrað við efnahag bæjarbúa, var haldið til hótelsins og árangri dagsins fagnað með bókmentum og notlegri hvíld við sundlaugina.
Hvíldin varð ekki löng vegna komandi átaka fyrir flugið til Mali. Kokkarnir lentu í fanta glímu við kollega sína, sem þeir að sjálfsögðu afgreiddu með yppon (fullnaðarsigri). Bakka systur höfðu afgreitt bakkaskrautið fyrr um daginn en héldu nú í bæjarferð ákveðnar í að græja búninga að hætti innfæddra. Vel tókst til með búningana, sérstaklega eftir að saumastofa bæjarins var opnuð og tekið var til óspilltra mála við saumaskap.
Sumir elska hindranir og brekkur ussss...Brottför frá Victoria Falls var mjög hefðbundin á afríkanska vísu, þ.e. nokkur ljón á veginum en ekkert óyfirstíganlegt. Með samstilltu átaki áhafnar voru vandamálin leyst hvert af öðru og brottför hafðist 20 mín á undan áætlun.
Um bloggið
FI-1446
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.