4.3.2009 | 22:55
Flugiđ frá Mpumalanga til Victoria Falls
Okkar beiđ stutt flug frá Mpumalanga til Victoria Falls, einungis einn og hálfur tími. Ţađ tegist ţó alltaf úr deginum ţar sem viđ förum af hóteli tveimur og hálfum til ţremur og hálfum tíma fyrir brottför og erum í frágangi í u.ţ.b. tvo tíma eftir lendingu. Allt gekk ţó vel.
Freyjurnar okkar skörtuđu forláta afró hárkollum á leiđinni ásamt litríkum skartgripum og vakti ţetta mikla kátínu hjá farţegunum. Bođiđ var upp á súpu og samloku á leiđinni og tókst snillingunum í eldhúsinu ađ gera matinn einstaklega góđan og lekkeran ađ vanda. Leiđangursstjórinn stýrđi vélinni styrkri hendi og fór međ okkur í útsýnisflug yfir fossana áđur en lent var á vellinum. Vel gekk ađ ganga frá, smá brekkur varđandi eldneytismál, en ekkert sem ekki var hćgt ađ leysa. Keyrđum á hóteliđ okkar, Elephant Hills. Var okkur nú ađ verđa ljóst ađ viđ erum komin í annađ umhverfi en viđ höfum veriđ í. Náttúrufegurđin er enn sú sama en hér sést vel á öllu ađ peninga og vöruskortur er mikill. Hóteliđ einstaklega glćsilegt en afar fáir hótelgestir og viđhaldsmál í niđurníđslu. Ţótt einungis viđ og örfáir ađrir hafi gist hóteliđ voru 250 starfsmenn á hótelinu sem svo sannarlega er minnisvarđi um betri tíma.
Tókum debriefingu í hótelgarđinum og höfđum viđ ţar félagsskap af vörtusvínum, bavíönum og mýrarköttum (Timon í Lion King). Fórum í kvöldmat á Victoria Falls Hotel sem er ţekktasta hóteliđ á svćđinu og minnisvarđi um nýlendutímann. Okkur var staflađ í tvo bíla, 5 í hverja Lödu auka bílstjórans og sannađist ţar máltćkiđ góđa, ţröngt mega sáttir sitja. Bresk áhrif eru mikil hérna og má nefna ađ á međan viđ mötuđumst hlustuđum viđ á hljómsveit flytja bresk lúđrarsveitar og popplög međ karabísku ívafi. Sumir smökkuđu krókódílakjöt og létu vel af.
Um bloggiđ
FI-1446
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.