Flugið frá Mauritus til Höfðaborgar

 Verðum að biðjast asökunar á pínu vitlausri röð en verðum því miður að kenna erfiðum aðstæðum um.  Þessi færsla kemur að sjálfsögðu á undan næstu færslu þar sem maður þarf að fara frá A til B til að enda á C....

Mættum öll endurnærð og glöð í morgunmat.  Kvöddum paradís sólar og sælu með “ tár á hvarmi” en þó full tilhlökkunar. Höfðum heyrt að Höfðaborg mundi ekki valda okkur vonbrigðum.  Búningar dagsins voru mjög svo einkennilegar buxur, þægilegar fram úr hófi og litríkir skokkar í stíl.Flugið gekk með ágætum, vel gert við gestina í mat og drykk.  Kokteill dagsins var Tequila Sunrise borinn fram með volgristuðum hnetum. Allir mjög ánægðir.  Captain Haddi snæddi glæsilegan hádegisverð í betri stofunni með þeim Nancy og hjónakornunum  Mark og Chris. Er ekki ofsögum sagt að glettni og útgeislun okkar ágæta flugstjóra hafi heillað þá sambýlinga upp úr skónum.  Ekki er laust við að kvenpeningurinn í áhöfninni finni fyrir örlítllli öfund.  Skemmtilegur félagsskapur Hadda hafði þau áhrif að margumræddur flugstjóri sló enn og aftur í gegn í sama fluginu og nú hjá öllum farþegunum er hann flaug ógleymanlegt 20 mínútna útsýnisflug yfir Höfðaborg og nærsveitir.Allir fengu að sjá Table Mountain og Lionshead úr lofti og var ótrúlega fallegt að sjá hvernig fjöllin teygja sig upp yfir borgina.

P1020158

 

 Með hraða snigilsins gekk að koma vélinni á sinn stað eftir lendingu.  Allir hjálpuðust að við að skipta á koddaverum, höfuðpúðum og gera klárt fyrir næsta flug.  Enginn Afríkuhraði á þeim bænum. Áhöfnin sat löngu ferðbúin og beið eftir að vélin yrði færð á annað stæði á flugvellinum. Ekki leiddist þó kvenkostinum um borð þar sem starfsmaður á plani gladdi augun verulega.  Þetta var óvenju fallegur og ólofaður Búi, ljós yfirlitum, bjarteygur, ljósgylltur á hörund, hár til klofsins og herðabreiður.  Semsagt, náðum á hótel fjórum tímum eftir lendingu.    MEIRA SiÐAR

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl öll.  Mikið er gaman að fygjast með ferðalaginu ykkar.  Þetta hlítur að vera stórkostlegt.  Hvernig gengur að kaupa Sebraskinn Linda mín? Hlakka til að heyra meira. Katrín P Lindu mamma

katrin (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

FI-1446

Höfundur

FI-1446
FI-1446
“Life is not measured by the number of breaths we take but by the places and moments that take our breath away” - Við í áhöfninni gerum þessi orð að okkar!!
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG 2467
  • IMG 2465
  • IMG 2463
  • IMG 2460
  • IMG 2459

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband