23.2.2009 | 18:14
Mark Twain skrifaði “Heaven was copied after Mauritius”
Staðsetning: Mauritius er eyríki í Indlandshafi , um 900 km austan við Madagaskar . Auk Mauritius , eru eyjarnar St. Brandon , Rodrigues og Agalegaeyjar hluti ríkisins. Mauritius er hluti af Mascarenhas-eyjaklasanum ásamt frönsku eyjunni Réunion , sem liggur 200 km í suðvestur. Höfuðborg: Port Louis Gjaldmiðill: Mauritian rupee Fólksfjöldi : Íbúar eru um 1,2 milljónir. 68% íbúa teljast til Indo-Mauritians, 27% kallast Creoles, 3% eru Sino-Mauritians og 2% eru Franco-Mauritians. Tæplega helmingur íbúa eru Hindúar, kaþólskir eru um 25%, múslimar í kringum 16% og afgangurinn kristnir eða annað. Tungumál: 3 tungumál eru töluð í ríkinu, enska , franska og máritíska Dagur 1Áttum yndislegar stundir á þessari fögru eyju. Sem fyrr hefur okkur ekki leiðst og má segja að nánast hver stund sé plönuð. Eyjan er mjög græn og minnir að mörgu leiti á Karabísku eyjarnar þótt hún liggi að Indlandshafi. Indversk áhrif eru mikil, standardin hár og ekki margt sem minnir á afríku. Eyjaskeggjar hafa ákveðið að halda eyjunni í hærri klassa túristaiðnaðarins og því er leiguflug vanalega ekki leyft hingað heldur einungis áætlunarflug. Við byrjuðum daginn á að panta okkur Katamöru sem við ætlum að sigla á á morgun. Röltum svo um bæinn og lágum við laugina þar sem við bjuggum til góðan grunn til að vinna með í sjóferðinni á morgun. Um kvöldið vorum við boðin yfir til farþeganna okkar. Eftir klukkustundar akstur þar sem lillurnar tvær, þ.e. þriðji aðstoðarmaður í stjórnrými og fjórði aðstoðarmaður í farþegarými, sáu um að bera fram vatn og djús, komum við að einstaklega fallegu hóteli við ströndina í indverskum stíl. Hótelið var ólýsanlega flott með sína einkaströnd og kóralrif fyrir gestina að svamla um auk ótal sundlauga og veitingastaða. Tim tók á móti okkur og færði karlanna okkar í Hawaii skyrtur á meðan kvennfólkið skartaði Pashmina í regnbogans litum. Við blönduðum geði við farþeganna í kokteilboði á ströndinni og skemmtum okkur öll hið besta. Ótrulega áhugaverður bakgrunnur sem margir okkar farþegar hafa svo ekki sé minnst á ótrúlegan kynþokka sem stafar af okkar íslensku víkingum og máttum við stelpurnar hafa okkur allar við að verja þá fyrir ágangi hins kynsins. Borðuðum á einum af fjölmörgum veitingastöðum hótelsins og var allt gott þótt ígulker hafi staðið upp úr fjölmörgum exotiskum réttum sem kitluðu bragðlaukanna. Enduðum kvöldið í tásubaði í Indlandshafi þar sem himininn glitraði stjörnubjartur yfir höfðum okkar. Dagur 2Stelpurnar byrjuðu daginn á markaðnum þar sem þeim tókst að versla búninga og bakkaskraut á ótrúlega skömmum tíma enda orðnar þaulvanar í að takast á við markaðsöflin í þessum heimshluta. Fórum því næst að sigla á 38 feta Katamöru. Lágum á netinu á meðan báturinn sigldi seglum þöndum upp með ströndinni og leystum flestar lífsins gátur. Þegar komið var í himneska vík snorkluðum við á meðan bátsverjar grilluðu og útbjuggu hádegisverð fyrir sundgarpana. Leyndust sund hæfileikar í hópnum og fóru Halli höfrungur, Linda litla hafmeyja svo ekki sé minnst á Drangeyjardrottninguna á kostum. Hún svamlaði um víkina í leit að Gretti sínum en hann reyndist ekki hér, en við ætlum að halda áfram að leita. Hver veit hvað bíður okkur í Suður-Afríku. Þetta er ótrúlegt líf. Vorum í Safarí fyrir örfáum dögum en svömlum nú um Indlandshafið...gerist það betra? Gefum okkur þó alltaf tíma á hverjum degi til að sakna ykkar heima elskurnar okkar. Hafið það gott og verið dugleg að senda okkur kveðju. Ótrulega gaman að heyra frá ykkur. Eins og heimamenn segja Orewar og látum heyra frá okkur þegar við komum til Höfðaborgar.
Um bloggið
FI-1446
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ öll,
Frábær lesning, þetta er nú meiri draumurinn. Linda litla hafmeyja, á meðan þú syndir í Indlandshafi, þá tek ég bara Neslaugina og bara þokkalega sátt:). Haldið áfram að vera dugleg að blogga....
Bollu-bollu-sprengibollu kveðjur... katrín
Katrin Rós (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 20:05
Sæl öllsömul , gaman að lesa bloggið hjá ykkur ,þvílik ævintýraferð!! Bestu kveðjur og sérstakar kveðjur til Köru og Bjargar ykkar vinkona Ásthildur
Ásthildur (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 22:20
Awwww - tásubað í Indlandshafi - siglingar - kóralrif - snorklæfingar og letilíf. Gott að þið eruð samt nógu jarðbundin til að leysa lífsins gátur.
Hér heima er það bara þetta hefðbundna hversdagslíf - bolludagur sprengdur upp með gærdeginum og svo nammisníkjur í dag. Ég keyrði norn, fegurðardís, ameríska skólastelpu og fiðrildi milli fyrirtækja í dag og OMG - hver þeirra fékk ca. 2 og hálft kíló af kaloríum í poka (já, ég náttúrulega varð að vikta þetta þegar heim var komið, híhí) Það væri nú munur að geta úðað í sig exotískum eðalréttum núna í stað þess að stelast í Nóakroppið.
Njótið lífsins ljúfust
Gúnna, 25.2.2009 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.