22.2.2009 | 12:20
Kilimanjaro - Mauritius
Bílinn lagði úr hlaði um kl. 08:30 að afrískum tíma, þremum og hálfum tíma fyrir brottför, "allur er varinn góður" eftir pole-pole, hæga, hægaganginn sem við upplifðum við brottför frá Addis.Okkur tókst að útvega sýrðan rjóma og klaka á hótelinu, en graslaukurinn bíður betri tíma! Torgið við hlið hótelsins okkar í Arusha er miðja Afríku, þ.e stendur mitt á milli norðurströnd Egyptalands og syðsta tanga Suður-Afríku, gaman að því.Hraðahindranir dauðans eru á leiðinni út á flugvöll, eins og þvottabrettin sem ömmur okkar notuðu, ein hindrun dugir ekki heldur þarf þrjár í einu með um 30cm millibili, þvílíkt og annað eins!Á leiðinni út á flugvöll var margt að sjá, sáum prúðbúnar stúlkur í skólabúningum allar í röð, andi Möggu Pálu svífur víða!Á þessu svæði er mjög gróðursælt, þurrt andrúmsloft og svalt á kvöldin. Sundfötin liggja ennþá ósnert í ferðatöskunum, en þar þurfum við að kenna tímaskorti um! Tókum á móti farþegunum í Masaí búningum og strákarnir með Safarí hatta. Ein vélin sem ferjaði farþegana úr Serengetti þjóðgarðinum bilaði og þurfti að senda aðra flugvél að sækja þá. Brottför okkar tafðist því um klukkustund. Flugið gekk vel og var leiðangurstjórinn við stjórnvölinn (verðum að viðurkenna að við getum alls ekki komið okkur saman um hvort sé eitt eða tvö ss í leiðangursstjóri). Var ljóst frá fyrstu beygju að þessi maður var ekki að byrja sinn flugferil í gær. Haddi var fyrsti aðstoðarmaður í stjórnrými og studdi við leiðangurstjórann frá fyrstu mínutu. Linda sá um félagslega hlutann af flugmannsstöðunni og sá um að blanda geði á veitingastaðnum "Skýjum ofar" sem breyttist í "Stebba hristing (Shaken Stevens)" á tímabili þegar leiðangursstjórinn hóf svig í kringum bólstraský. Fengum frábærar móttökur á Mauritius þar sem við fórum út í gegnum "VIP launch þar sem tekið var á móti okkur með blautum klútum og kokteil í fánalitunum. Þegar á hótel var komið hófust opnar umræður um fallbeygingar og endaði kvöldið í dansskóla Köru sem nú er farin að bjóða upp á ný námskeið í afríkudönsum.
Um bloggið
FI-1446
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
HakunaMatata - Halló öll þið yndislega fólk og Afríkufarar. Var að renna í gegnum ferðasöguna ykkar hingað til. Frábært......(öfund!!!). Njótið vel og passið ykkur á fílunum :)
Gúnna, 23.2.2009 kl. 09:24
Datt í ss málið...og get ekki annað séð en að það séu 2 ss í því. Eignarfallið er leiðangurs og Hann (Mr. Sir. Flugstjóri) er "Guðmundar/hests" -stjóri, s.s eignarfall en ekki "Guðmundur/hestur" -stjóri eða "Guðmund/hest" -stjóri. Ef þið viljið vita e-ð um núliðna tíð eða þáskildagatíð...hvert hringið þið þá... ???Þættinum er lokið, góðar stundir.
Ása Oskarsdóttir (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.