22.2.2009 | 12:18
Jambo Jambo
Jambo jambo
Ferð okkar um sléttur Afríku hélt áfram í dag. Mikill spenningur fyrir deginum og hvort við yrðum jafn heppin og í gær. Flestir búnir að græja sig upp með Safarí hatta, með myndavélarnar á maganum og eins og klippt út úr auglýsingabæklingi fyrir Afríkuferðir. Dagurinn byrjaði vel, sáum stóra fílahjörð vökva sig við vatnsból rétt hjá bílnum. Yndislegt að sjá litlu fílsungana sprauta hver á annan í hitanum. Mikla athygli vakti í konubílnum þegar karlfíllinn tók út tólið til að spræna og reyndist það stærra en nokkuð annað tól sem við höfum séð og erum þó ýmsu vanar... . Við reyndumst ótrúlega heppin þegar við komum að blettatígur sem lá rétt við slóðann og hafði nýlega drepið antílópu sem hann var að gæða sér á. Þetta reyndist ótrúleg sjón og vorum við öll bergnumin. Jafnvel mátti sjá tár á hvarmi hjá Mama Masai. Sáum einnig töluvert af gíröffum ásamt ótal öðrum dýrategundum. Eftir brottför úr þjóðgarðinum var stoppað í Masaí þorpi þar sem verslaðir voru skartgripir af innfæddum auk þess sem við fengum að kíkja inn í Masaí moldarkofa. Það reyndust engar spanhellur þar, en fólkið var mjög almennilegt og allir virðast hafa nóg að bíta og brenna á þessum slóðum. Eftir komu okkar til Arusha var farið á markað að kaupa bakkaskraut, búninga og fleira. Erum öll að verða nokkuð sjóuð í prúttinu og gekk heilmikið á og allir gengu sáttir frá samningaborðinu að lokum.
Um bloggið
FI-1446
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir líflega og skemmtilega frásögn, er alveg að endurupplifa Kenya ferðina okkar Tóta hérna um árið í gegn um ykkur
ekkert smá gaman að sjá dýrin í heimahögum......hlakka til að lesa meira. Kveðjur Bára.
Bára Alexandersdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.