20.2.2009 | 18:43
Hakuna Matata
JAMBO!! Tarangire þjóðgarðurinn er ósnortin náttúruperla. Garðurinn rúmar fleiri fíla á hvern ferkílómetra en nokkur annar staður á jarðkringlunni. Þar fyrirfinnst einnig fjöldi annarra dýra. Sem dæmi um þau dýr sem við sáum voru gírafar,(twigg) fílar(tempo), antilópur(swala pala) ljón,(simba) blettatígur(duma) buffalóar,(nyatt) flauelisapar, bavíanar, strútar, sebrahestar,(pundamilja) ótal skrautfuglar, hrægammar, vörtusvín(pumba) og svo má lengi telja. Sagan sýnir að landkönnuðir og þrælakaupmenn notuðu svæðið sem samgönguæð. Fáir settust að á svæðinu aðallega vegna hinnar illskæðu flugu "tsetse" sem ber með sér svefnsýki. Rannsóknir frá 1950-1960 sýndu mikilvægi svæðisins fyrir villt líf á þurrkatímabilinu. Svæðið var gert að þjóðgarði um 1970 og varð með því fimmti þjóðgarður Tansaníu frá sjálfstæði landsins 1961.
Við lögðum upp frá hótelinu í Arusha á tveimur "Safarí-Landcruiser" bílum. Kynjaskipt var í drossíurnar samkvæmt stefnu kenndri við Hjalla. Við keyrðum af stað og það var mikið var "æ-jað og óað" og "sjáið þið þetta" enda ótal Masaí þorp á leiðinni. Þau samanstanda af nokkrum leirkofum og mannfólki vafið inn í afar litskrúðug teppi þar sem allir karlmenn 4ra+ eru með prik í hendi. Komum í garðinn, þar sem borðað var örlítið nesti. Tók nú við eitt allsherjar ævintýri þar sem spennan var mikil en pípulögnin misgóð hjá mannskapnum, "shit HAPens". Fyrstu dýrin sem urðu á vegi okkar voru pundamilja (sebrahestar) og fílar, ósköp rólegir í tíðinni í sínu náttúrulega umhverfi. Sáum flestar þær dýrategundir sem fyrirfinnast í skóginum en hápunktinum var náð þegar við keyrðum fram á stóra ljónahjörð með þrjá unga þar sem þau lágu í mestu makindum í skuggsælu rjóðri. Komu þá ekki stóru geðillu flugstjórarnir... nei ég meina fílarnir og spilltu friðinum. Yfirkerlingin með mánaðargamlan ungann sinn tók til sinna ráða, gaf frá sér ótrúlegt öskur og stappaði niður fæti. Greinilegt hver var númer eitt á staðnum! Auðvitað hlýddu ljónin og færðu sig um set. Fyrir okkur var þetta ótrúlegt augnablik... en kannski var þetta bara eins og hver annar dagur í skóginum! Svona leið dásemdardagur á gresjum Afríku þar til við keyrðum í hlað á Soba Lodge þar sem brosandi starfsfólkið tók á móti okkur með köldum klútum og frískandi drykk. KARIUBU SANA. Eins og sönnu flugfólki sæmir var samið um betra verð gegn því að tvímenna í herbergi. 5 konur/5 karlar...hmhm hvernig leysum við það. Hr hrota og frú hósti fengu sérherbergi á meðan Linda og Tobba tóku "Honeymoon", Björg og Kara fóru í rómantíska stjórnuskoðun, Siggi og Halli bökuðu vandræði og Haddi og Gunni "bonduðu" sem aldrei fyrr. Eftir stutta sturtu mættu allir í smá "pre-drink" við sundlaugarbakkann og horft var á sólsetrið. Trúnaðarlæknir Icelandair hafði samband við Mama Masai (öðru nafni Björgu) og mælti með Kínin meðferð fyrir liðið. Borðað var 3 rétta, nema hvað einn þoldi aðeins kjúklingasoð, sem virtist gera gott þar sem viðkomandi mætti fílefldur í morgunsárið á degi tvö... búin að fá málið aftur okkur hinum til mikillar gleði. Setjum inn stórkostlegar myndir á morgun... svo ekki fara langt.
Um bloggið
FI-1446
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.