Don't catch a leopard by the tail, but if you do don't let it go!! (ethiopiskur malshattur)

Þá erum við komin í vöggu drottningarinnar af Saba, Addis Ababa. Hafsteinn flugstjóri stýrði okkur öruggum höndum yfir sandkassan stóra og brá aldrei skugga á…enda Sahara þekkt fyrir endalaust sólskin.  Leiðangursstjórinn sá um almannatengsl og mætti í kafteinskvöldverð í safarý stuttbuxum og með hvíta hanska.  Gunnar var óstöðvandi í eldhúsinu en því miður fór allt í vaskinn sem að endaði með stórri stíflu sem ekki er enn útséð um.  Sem fyrr skorti ekki mat og drykk um borð.   Boðið var upp á tvær máltíðir á leiðinni og samanstóð hvor um sig af 4 réttum. Siggi og Halli “Siggi Hall” toppuðu sig í grænu súpunni sem minnti á úrgang úr “Kermit the frog” eftir að hafa endað á flestum öðrum stöðum í eldhúsinu en súpuskálunum. Mátti ekki tæpara standa að flugtíminn dygði til að klára þjónustuna, þó flugið hefði staðið í yfir  8 tíma. “Getið þið hægt eitthvað á ykkur” (Kara), “ hmmmm duga 6 mínútur?” (Hafsteinn). Fullbókað var í “Sky lounge” og góð stemmning.Tobba fór í læknisleik í aftara eldhúsi, lét sólarvörn ekki duga heldur þurfti 12” sprautu til að verja drottninguna gegn flugnabiti og ágangi annara skriðdýra.  Auður aðstoðaði við aðgerðina og sá um að allt væri dauðhreinsað áður en aðgerðin hófst. Kara sá um að engin þjáðist af vökvaskorti um borð enda stjórnar hún algerlega neyslu drykkja í fremra rými og rímar allt um borð eftir að hún tók að sér þetta hlutverk.  Linda var aðstoðarmanneskja í stjórnrými í dag og bar ábyrgð á talstöðvarsamskiptum á hinum ýmsu tungumálum auk þess að sinna eftirliti með flugstjóra dagsins og vera vefstjóri…vá þvílíkt álag.  Eins gott að paradís á jörðu er handan við hornið.Að öllu gamni slepptu gekk allt eins og í sögu, þó auðvitað væru álagspunktar.  Farþegar og ekki síst áhöfn gengu alsæl frá borði.  Lífið er yndislegt!!  Eftir erfidan en anaegjulegan dag var okkur bodid i fria danskennslu i Danskola Koru og gengu tvi allir sattir og saelir til hvilu.   N.b. Ekkert gsm-samband amk næstu daga kæra fjölskylda og vinir. Inshalah, Shalam Alaikum!!!

Eþiópía Addis Ababa

Eþíópía er 1.133.882 km2 að flatamáli og á landamæri að Erítreu í norðri, Sómalíu í austri, Kenýa í suðri og Súdan í vestri.

Höfuðborgin Addis Ababa (nýja blómið) er í landinu miðju.

Stærð og lega landsins nú á dögum er m.a. afleiðing afskipta Evrópumanna á 19. og 20. öld í álfunni.

Árið 1935-36 lagði fasistastjórn Mussolinis Eþíópiu undir sig en bandamenn leystu landið undan yfirráðum Ítala.  Eþíópía var meðal fyrstu ríkja heims til að skrifa undir sáttmála Sameinuðu þjóðanna .

Orðspor Eþíópíu skaðaðist verulega á alþjóðavettvangi í valdatíð  Derg (1974 91) en hann færði óáran borgarastyrjaldar og hungursneyðar yfir landið.  Ástandið hefur verið óstöðugt frá því stríðinu lauk og framtíð þess enn óljós.  Íbúar Eþíópíu eru mjög ólíkir innbyrðis.  Amharíska var það tungumál sem notað var við grunnskólakennslu en nú hafa ýmis staðbundin tungumál tekið við.  Enska er kennd sem fyrsta erlenda tungumálið.

Íbúafjöldi er tæplega 70 milljónir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að lesa hvað allt gengur vel, vonandi var  leiðangursstjórinn í skyrtu við safarý stuttbuxurnar og hanskana   trúi því að Linda hafi getað talað tungum tveim í talstöðina eftir allan Afríkulesturinn undanfarið . Hlakka til að heyra hvernig paradis á jörðu er !!!og að sjá mydir...Knús  og kveðjur úr rigningunni..

Bára (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 14:15

2 identicon

Frábært að fylgjast með ykkur.Gangi allt vel og njótið ferðalagsins.

Kær kveðja, Guðrún Jóh.(gud)

Guðrún Jóh. (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 19:39

3 identicon

Sæl öll kæru afríkufarar.  Mikið er gaman að heyra þessar ferðalýsingar ykkar. Hláturinn lengir lífið  fyrir utan hvað hann gerir það mikið skemmtilegra þannig hlægið bara nógu mikið.  Allt gott hér að frétta.  Katrín og Gunnar

Katrin og Gunnar (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

FI-1446

Höfundur

FI-1446
FI-1446
“Life is not measured by the number of breaths we take but by the places and moments that take our breath away” - Við í áhöfninni gerum þessi orð að okkar!!
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG 2467
  • IMG 2465
  • IMG 2463
  • IMG 2460
  • IMG 2459

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband