Madeira - hinn fljótandi blómapottur Atlantshafsins

GrinJæja við erum rúmlega hálfnuð yfir hafið stóra og erum komin á mjög klettótta eyjusem er eitt blómahaf. Farþegarnir hið besta fólk og allir fullir tilhlökkunar.Höldum að mörg ævintýri séu rétt handan við hornið.  Linda kom verulega sterk inn á leiðinni, bar bakka og þjónustaði gestina á þann hátt að freyjurnar fylltust eldmóð og lotningu, er greinilega ekki á réttum stað í lífinu...  Björg, orkuboltinn mikli búin að skipuleggja sleðaferð í kvöld, mikil ósköp hvað konan sú er dugmikil.  Haddi, nýkominn úr íslenskum vetrarkulda og snjó situr kappklæddur og smurður úr sólarvörn, stuðli 50, ætlar ekki að brenna (það er reyndar alskýjað og heilar 13 gráður).  Ekki má gleyma kokkunum knáu, Sigga og Halla.  Þeir vinna hátt í 20 tíma á dag, síbrosandi og yndislegir.  Maturinn hjá þeim er lystaverk útaf fyrir sig, “lekker” eins og Haddi segir og alveg ótrúglega góður.  

Tóti sinnir leiðangursstjórahlutverkinu af mikilli elju, hangir á hornunum nótt sem dag og kom okkur örugglega inn á flugbrautina hér sem hlaðin er á stöplum.

Annars er mikill hugur í okkur.....bíðum spennt eftir Afríku....Addis Ababa á morgun...hlökkum mikið til.

Madeira (Perla Atlantshafsins)

Madeira er staðsett 540 mílur suðvestur af Lissabon í Portugal.  Eyjan er 741 km2 að stærð og tilheyri Afríku landfræðilega séð.  Eyjan var uppgötvuð af Portúgölskum sjómönnum á 15. öld og er því Portúgölsk nýlenda og rekin sem sjálfstjórnarhérað  innan Portúgals.

Funcal er höfuðborg Madeira og eru íbúar u.þ.b. 100.000.

Madeira er þekkt fyrir vínframleiðslu og oft kölluð fljótandi blómaeyjan .  Eyjan dregur nafn sitt af lárviðarskógi  en Madeira þýðir viður á Portúgölsku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu, sleðaferð...er ég eitthvað að misskilja eða voru menn ekki á leiðinni til Afríku...   

Ása (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 09:13

2 identicon

Gott að allt gengur vel, og skemmtu þér vel í sleðaferðinni elsku mamma.  Ég elska þig mest af öllu og sakna þín mest af öllu.

P.S Ég held að þú mindir vilja vera heima núna erum að fara að borða íslenskar fiskibollur hhahahah 100000000000 KOSSAR OG KNÚS.

Arna Stefanía (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 19:24

3 identicon

Linda mín, sé að þú hefur tekið ráðum mínum að sippa þér aftur í :-))) Það vakti gríðarlega lukku hjá farþegunum. Bið að heilsa Nancy Donovan og vertu duglega að bera Finlandia í hana og Wulfgang

Raggý (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 20:08

4 identicon

HAHAHAHAHAHAH......Frú Björg orkumikil...nei það er nú eh nýtt!!!!..nei get ekki sagt að það komi á óvart, en ég spyr eins og aðrir SLEÐAFERÐ???? viltust þið af leið????

Knús og kossar Halldóra Lísa/HLB

p.s. París er æði, vinn út í eitt aldrei undir 12 tíma vakt en er að læra endalaust mikið, ómetanleg lífsreynsla!!!

halldóra lísa Bjargardóttir (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

FI-1446

Höfundur

FI-1446
FI-1446
“Life is not measured by the number of breaths we take but by the places and moments that take our breath away” - Við í áhöfninni gerum þessi orð að okkar!!
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG 2467
  • IMG 2465
  • IMG 2463
  • IMG 2460
  • IMG 2459

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband