“This is the only real city-city” as Truman Capote put it but if you are borned in New York it´s your own fault.

 

Jæja þá erum við öll búin að skúra og skeina í síðasta skiptið næstu 25 dagana.  Ekkert annað í stöðunni en að skilja allar áhyggjur eftir á klakanum og leyfa tilhlökkuninni að streyma inn.  Tókum við góðu búi af áhöfninni á FI-1444.  Keflavík var í Speedy gír þegar við mættum, tíminn notaður til að hreinsa og snurfusa þennan klukkutíma sem vélin stoppaði í sunny Kef.Erum varla búin að átta okkur á því að ferðin er hafin. Áhöfnin á FI-1444 sagði okkur að þetta líði ótrúlega fljótt og ferðin yrði búin áður en við vissum af. Þá er bara að byrja að njóta…!   Grátbólgnir farþegarnir úr heimsferðinni gengu um borð eftir kveðjustund í flugstöðinni, þeir voru í skýjunum  með sýna frábæru áhöfn. TF-FIA heimilið okkar að heiman rann mjúklega í loftið, flugið gekk eins og í sögu, byrjaði rólega flestir farþegarnir fengu sér siestu, að henni lokinni var borin fram fjögurra rétta máltíð með tilheyrandi vínum. Þegar við nálguðumst “Stóra eplið” var kveðjustund farþeganna og var ljóst að margir höfðu eignast nýja vini í ferðinni.Lentum á JFK, farþegarnir glaðir og ánægðir en áhafnarmeðlimir allir sammála um að sjaldan, ef ekki aldrei hefði flugleiðin KEF-JFK liðið jafn hratt.  Eftir örlitla tiltekt og tollskoðun var farangrinum komið í bílinn þar sem allar dömurnar í áhöfninni máttu bíða í yfir klukkustund þar sem herramennirnir í stjórnklefanum villtust á alþjóðaflugvellinum þegar þeir þurftu að færa vélina á milli hliða!!  Að sjálfsögðu skiluðu þessar elskur sér að lokum, glaðir og ánægðir með vel unnið verk.  Allir komnir inn á Hilton, sælir og fullir tilhlökkunar.  Afríka handan við hornið…  Örstutt stopp á Madeira í millitíðinni… 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Afríkufarar, hlakka til að fylgjast með ykkur og endurupplifa mína frábæru Afríkuferð :) Góða ferð og njótið alls þess sem fyrir augum ber og alls þess sem þið eigið eftir að upplifa.

Knús og kossar, Anna Sig (AKJ)

Anna Sigurdardóttir (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 03:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

FI-1446

Höfundur

FI-1446
FI-1446
“Life is not measured by the number of breaths we take but by the places and moments that take our breath away” - Við í áhöfninni gerum þessi orð að okkar!!
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG 2467
  • IMG 2465
  • IMG 2463
  • IMG 2460
  • IMG 2459

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband